Hlíðavöllur lokar

Ágúst Jensson • 20. október 2025

Hlíðavöllur lokar.

Ágætu kylfingar.


Tekin hefur verið sú ákvörðun að loka Hlíðavelli fyrir veturinn. Nú er talsverður kuldi í kortunum og því ekkert annað í stöðunni en að loka og eru þá báðir vellirnir okkar lokaðir.


Þetta hefur verið frábært sumar sem byrjaði snemma og báðir okkar vellir í frábæru ástandi alveg frá opnun.


VIð þökkum kærlega fyrir sumarið :)