Nick klárar flott fyrsta tímabil á áskorendamótaröðinni
Dagur Ebenezersson • 3. nóvember 2025
 

Nick klárar flott fyrsta tímabil á áskorendamótaröðinni
Nick Carlson lauk um helgina sínu fyrsta tímabili á HotelPlanner mótaröðinni eða Áskorendamótaröð Evrópu. Þetta er fyrsta heila tímabilið á atvinnuferlinum hjá Nick með þátttökurétt á mótaröð. Stöðug spilamennska yfir árið kom honum í lokamótið þar sem efstu 50 á stigalista fengu þátttökurétt.
Hann endaði í 31. sæti í mótinu á 1 höggi yfir pari sem skilað honum í 39. sæti á stigalistanum, 9 sætum frá korti á DP World Tour (Evrópumótaröðinni).
Lokastöðuna í lokamótinu má finna hér

Nick heldur því category 8 þátttökurétt fyrir 2026 sem ætti að koma honum í öll mótin á HotelPlanner mótaröðinni. Eftir hring í mótinu fékk Nick að taka þátt í lýsingu mótsins sem var í beinni útsendingu.
Hægt er að sjá myndskeið frá því hér

Tímabilið í tölum
- Mót samtals: 22
 - Topp-10: 3
 - Besti árangur: Jafn í 5. sæti (tvisvar)
 - Meðalhöggaskor: 70,17
 - Fjöldi niðurskurða náð: 17 / 77%
 - Sæti á stigalista: 39
 - Heildartekjur tímabils: €74,984
 

