Nokkur verðlaunasæti GM í Unglingamótinu á Flúðum

Nokkur verðlaunasæti GM í Unglingamótinu á Flúðum
Leikið var á Flúðum á unglingamótaröðinni 29. - 30. júlí en leika átti 54 holur en vegna veðurs þurfti tvisvar að hætta við umferð og varð lokastaðan ákveðin eftir 36 holur. Mikil úrkoma og vindur setti strik í reikninginn en skorin voru góð engu að síður.
Pamela Ósk Hjaltadóttir var efst af okkar kylfingum í flokki 17-18 ára stúlkna í öðru sæti (77-79). Birna Rut Snorradóttir var jöfn í 5. sæti (76-85) og Gabríella Neema Stefánsdóttir í 7. sæti (79-89).
Í flokki 15 - 16 ára stúlkna var Sara María Guðmundsdóttir efst GM-inga í 5. sæti (71-84).
Hjalti Kristján Hjaltason endaði í 3. sæti í flokki 15-16 ára drengja en hann lék hringina á 70-75. Grétar Logi Gunnarsson Bender var jafn í 6. sæti á 77-73 höggum.
Í flokki 17-18 ára drengja var Kristján Karl Guðjónsson í 3. sæti á 78-71 höggi. Ásþór Sigur Ragnarsson lék á 77-78 og endaði jafn í 6. sæti.
Úrslit úr mótinu má finna hér