Pamela Ósk Hjaltadóttir lék á English Girls Open 22.-24. júlí en mótið fór fram á Sherwood Forest vellinum. Leiknar voru 72 holur á 3 keppnisdögum en leiknar voru 36 holur á lokadeginum fyrir þá sem ná niðurskurðinum.
Pamela lék frábært golf og endaði á 5 höggum undir par (72-71-68-76) samtals og jöfn í 10. sæti. Frábær árangur hjá Pamelu í einu sterkasta stúlknamóti í Evrópu.
Lokastaðan