Skráning í VIKING deildina og Titleist holukeppnina hafin

Ágúst Jensson • 15. maí 2025

Skráning í VIKING deildina og Titleistl holukeppnina.

Ágætu GM félagar.

Nú höfum við opnað fyrir skráningu í Titleist holukeppnina sem og í VIKING deildina.

Skráning í Titleist holukeppnina fer fram í gegnum Golfboxið og hvetjum við ykkur sem flest til þess að vera með. Þátttakan í fyrra var frábær og vonandi fáum við ennþá fleiri núna.

Skráningarhlekkur karlar

Skráningarhlekkur konur


Skráningu líkur sunnudaginn 18. maí næstkomandi.


Við höfum einnig opnað fyrir skráningu í VIKING deildina okkar.

Hér er skráningarhlekkurinn í hana 
https://docs.google.com/.../1FAIpQLSctR4iegcd9rm.../viewform

Þar eru sömu reglur og áður, þau lið sem komust í 8 liða úrslit í fyrra þurfa ekki að fara í undankeppni að því gefnu að það séu a.m.k fjórir leikmenn í liðinu sem spilaði 2024.


Skráningarfrestur til og með 21. maí kl. 18:00


Undankeppni VIKING deildarinnar verður spiluð laugardaginn 24. maí.