Uppskeruhátíð barna- og unglinga 2025

Dagur Ebenezersson • 15. október 2025

Uppskeruhátíð barna- og unglinga 2025

Vel heppnuð uppskeruhátíð fór fram í gær, þriðjudaginn 14. október fyrir golfsumarið 2025. Rúmlega 70 iðkendur mættu í Klett og var keppt í 6 greinum, pútthringur, closest-to-the-pin og lengsta dræv stöðvum í 5 Trackman hermum og golf Kahoot og veitt voru verðlaun fyrir þessar greinar. Því næst var boðið upp á pizzahlaðborð sem endaði með verðlaunaafhendingu fyrir Prósjoppumótaröðina og viðurkenningar GM.

Úrslitin úr Prósjoppumótaröðinni má finna hér og við viljum þakka gott samstarf við Prósjoppuna sem útvegaði gjafabréf fyrir verðlaunahafa.

Viðurkenningar GM fyrir golfsumarið 2024:

Besta ástundun 


Ásgeir Páll Baldursson


Ásgeir hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi ástundun í golfi. Hann hefur sýnt mikla elju, metnað og stöðugleika í æfingum allt tímabilið og er frábært dæmi um hvernig markviss vinna skilar árangri innan vallar sem utan. Ásgeir sigraði örugglega í Meistaramóti GM í sínum aldursflokki og lék gott golf í sumar.

Mestu framfarir


Emil Darri Birgisson


Emil hlýtur verðlaun fyrir mestu framfarir ársins. Hann hefur sýnt mikinn metnað og árangurinn talar sínu máli – í byrjun síðasta sumars var hann með 54 í forgjöf, en er nú kominn niður í 5,3. Hann náði einnig sínum fyrsta sigri á móti þegar hann vann N1 unglingamótinu eftir bráðabana. Frábært dæmi um hvað stöðug vinna og ástríða fyrir golfi geta gert!

Efnilegust


Hjalti Kristján Hjaltason


Hjalti Kristján átti mjög gott keppnissumar en hann sigraði á Nettó mótinu í GKG og var toppbaráttunni í sínum aldursflokki á unglingamótaröðinni í allt sumar. Í meistaramótinu setti Hjalti vallarmet þegar hann lék á 63 höggum á lokadeginum og var klúbbmeistari í leiðinni. Á English open var Hjalti í 6. sæti og einnig lék hann fyrir hönd piltalandsliði Íslands á EM liða. Hann endaði golfsumarið á frábærum sigri í Titleist Unglingaeinvíginu í Mos. 


Eiríka Malaika Stefánsdóttir


Eiríka er eins og árum áður búin að leika frábærlega þrátt fyrir ungan aldur. Hún vann bæði Íslandsmótin í sínum aldursflokki, höggleikinn á Selfossi og holukeppnina á Hlíðavelli. Einnig vann hún Nettó mótið í GKG og Meistaramót GM í flokki 11-12 ára stúlkna.

Kylfingar ársins


Hjalti Kristján Hjaltason


(sama) Hjalti Kristján er kylfingur ársins. Hann átti mjög gott keppnissumar en hann sigraði á Nettó mótinu í GKG og var toppbaráttunni í sínum aldursflokki á unglingamótaröðinni í allt sumar. Í meistaramótinu setti Hjalti vallarmet þegar hann lék á 63 höggum á lokadeginum og var klúbbmeistari í leiðinni. Á English open var Hjalti í 6. sæti og einnig lék hann fyrir hönd piltalandsliði Íslands á EM liða. Hann endaði golfsumarið á frábærum sigri í Titleist Unglingaeinvíginu í Mos. 


Eva Kristinsdóttir


Eva Kristins er kylfingur ársins. Golfsumarið hennar Evu var virkilega gott en hún lék töluvert erlendis fyrir hönd Íslands. Hún lék vel á Annika Invitational þar sem hún endaði í 19. sæti. Á Girls Amateur mótinu komst hún í gegnum höggleikinn en tapaði í fyrsta leik í holukeppninni. Hún lék einnig fyrir hönd Íslands í kvennalandsliði fullorðna á EM liða. Einnig keppti Eva á Heimsmeistaramóti liða í Kanada og endaði í 28. sæti. Hér á Íslandi náði Eva góðum árangri en hún endaði í 3. sæti í Hvaleyrarbikarnum og sigur á N1 mótinu á Korpu. Hún var einnig Íslandsmeistari golfklúbba 18 ára og yngri. Næsta haust mun hún leika fyrir University of Iowa á háskólastyrk.

Háttvísisbikarinn


Aron Sölvi Kristinsson


Aron Sölvi hlýtur háttvísisbikarinn fyrir framúrskarandi framkomu og jákvætt viðmót. Hann er ávallt í brosandi og hefur einstaklega góð áhrif á alla í kringum sig. Aron er glæsileg fyrirmynd GM bæði innan og utan vallar.

Við óskum kylfingum innilega til hamingju með flottan árangur í sumar!