Úrslit í innanfélagsmótaröðum GM

Úrslit í innanfélagsmótaröðum Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Nú er öllum innanfélagsmótaröðum sumarsins lokið og eru úrslitin eftirfarandi.
VITAgolf mótaröðin.
Þar voru það þau Eygerður Helgadóttir og Jonas Yamak sem stóðu upp sem sigurvegarar. Það var mikil spenna í kvennaflokki og enduðu þær Eygerður og Hrefna Hlín Karlsdóttir jafnar. Þær spiluðu því 18 holu umspil upp á sigurinn sem Eygerður sigraði.
Það er til mikils að vinna í VITA mótaröðinni og hafa þau Jonas og Eygerður unnið sér inn sæti í GM ferðinni 2026.
Titleist holukeppnin.
Í karlaflokki var það hann Arnór Daði Rafnsson sem stóðu uppi sem sigurvegari og hún Edda Herbertsdóttir í kvennaflokki. Arnór Daði lék til úrslita við Sigurjón Geirsson Arnarson og sigraði þann leik 5/4. Edda spilaði við Auði Valdimarsdóttir, úr varð hörkuleikur sem Edda sigraði að lokum 1/0.
Það var virkilega góð þátttaka í holukeppninni í sumar, 50 konur sem hófu leik og 124 karlar. Það er gaman að hafa svona góða þátttöku og vonandi mæta enn fleiri til leiks að ári.
VIKING deildin.
Viking deildin er alltaf jafn vinsæl og mikil ásókn í mótaröðina. Það eru 16 lið sem komast áfram í riðlakeppnina þar sem leikið er í fjórum riðlum.
Það voru Golfnaglar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir léku til úrslita við FÍG. Úr varð hörkuleikur þar sem úrslitin réðust á 18 holu í lokaleiknum.
Í þriðja sæti var svo Dansgólfið sem sigraði Very næs í leik um þriðja sætið.
Við þökkum öllum þeims sem þátt tóku í þessum mótaröðum innilega fyrir og óskum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn.