Viðhorfskönnun - niðurstöður

Golfklúbbur Mosfellsbæjar • 27. nóvember 2024

Ágætu GM félagar.

Nú höldum við áfram að segja frá niðurstöðum könnunarinnar sem framkvæmd var um daginn.

Hér að neðan má sjá hversu vel/illa þið nýttuð æfingasvæðið okkar á Hlíðavelli og mikilvægi þess að hafa boltana þar innifalda í árgjaldinu.

Við spurðum einnig út í aðgengi að rástímum á okkar völlum og hvort breyta ætti fyrirkomulagi rástímaskráninga.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá ykkar afstöðu til aðgengis að rástímum á okkar völlum.

Við spurðum einnig hvort breyti ætti fyrirkomulagi rástímaskráningar og niðurstöður þeirra spurningar má sjá hér fyrir neðan.

Eins og sjá má á þessum niðurstöðum að þá er þónokkur ánægja með aðgengi og það fyrirkomulag sem er á okkar rástímabókunum. Stærsti hluti þeirra sem taka afstöðu vill halda rástímabókunum óbreyttum og þar á eftir að breyta opnunartíma rástímabókanna frá fjórum dögum fram í tímann í sjö daga. Mun þetta verða tekið til skoðunnar hjá stjórn GM í vetur.