Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfæfingar Félagsmanna

Félagsmönnum GM er boðið upp á möguleikann á að æfa golf undir handleiðslu golfkennara í vetur. Æft er einu sinni í viku í 50 mínútur í senn og er hámark 9 iðkendur í hóp. Aðstaðan inniheldur 3 golfherma, 3 sláttumottur í net og 9 holu púttvöllur. Í hverjum mánuði er nýtt þema svo hægt sé að halda áfram að læra nýja hluti. Hver mánuður er keyptur sér en iðkendur mánaðarins á undan fá að skrá sig á undan nýjum iðkendum fyrir næsta námskeið.

Æfingarnar eru tilvaldar fyrir alla áhugasama kylfinga sem vilja taka golfið föstum tökum allt árið en æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum SportAbler og er hægt að smella á tengla hérna að neðan fyrir skráningu og til að sjá hvort laust sé í hóp. Einnig er hægt að skrá sig á biðlista fyrir fulla hópa en hámark fjölda í hvern hóp er 9 yfir sumarið.

Mars námskeiðið verða fjögur skipti og verður mæting á neðri hæð Kletts (Íþróttamiðstöðin við Hlíðavöll - Æðarhöfða 36, 270 Mosfellsbæ). Fimmtudagshóparnir byrja 29. febrúar vegna páskafrís í lok mars.Í boði eru eftirfarandi hópar í Mars:

Mánudagar

19:40 - 20:30 | Kvennahópur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

20:40 - 21:30 | Kvennahópur Byrjendur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

Þriðjudagar

11:00 - 11:50 | Forgjöf 8 - 15 (Kennari: Katrín & Andri) - Skráning hérna

12:00 - 12:50 | Forgjöf 16 - 26 (Kennari: Katrín & Andri) - Skráning hérna

Miðvikudagar

19:40 - 20:30 | Byrjendahópur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

Fimmtudagar (ATH - hefjast 29. feb)

11:00 - 11:50 | 65+ konur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

12:00 - 12:50 | 65+ karlar (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

13:00 - 13:50 | 65+ kynlaus (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna