Mosfellsbær, Ísland

Golfæfingar Félagsmanna


Félagsmönnum GM verður boðið upp á möguleika á að æfa golf undir handleiðslu golfkennara GM í allan vetur. Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð GM á Hlíðavelli og skrá kylfingar sig í einn mánuð í senn. Æfingarnar eru tilvaldar fyrir alla áhugasama kylfinga sem vilja taka golfið föstum tökum í vetur en æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum SportAbler og er hægt að smella á tengla hérna að neðan fyrir skráningu.

Í boði eru eftirfarandi hópar:

Mánudagar
8:00 - 8:50 (Kennari Dagur Ebenezersson) - Skráning hérna - 1 laust pláss
9:00 - 9:50 (Kennari Dagur Ebenezersson) - Skráning hérna
10:00 - 10:50 (Kennari Dagur Ebenezersson) - Skráning hérna

20:00 - 20:50 | Forgjöf 30 og hærra (Kennari: Andri Ágústsson) - Skráning hérna - UPPSELT
21:00 - 21:50 | Forgjöf 12 og lægra (Kennari: Andri Ágústsson) - Skráning hérna - 4 laus pláss

Þriðjudagar
11:00 - 11:50 (Kennari Grétar Eiríksson) - Skráning hérna
12:00 - 12:50 (Kennari Grétar Eiríksson) - Skráning hérna

20:00 - 20:50 | Kvennahópur (Kennari Andri Ágústsson) - Skráning hérna - UPPSELT
21:00 - 21:50 | Kvennahópur (Kennari Andri Ágústsson) - Skráning hérna - UPPSELT

Miðvikudagar
13:00 - 13:50 | 65+ karlar (Kennari Dagur Ebenezersson) - Skráning hérna - 2 laus pláss
14:00 - 14:50 | 65+ konur (Kennari Dagur Ebenezersson) - Skráning hérna - 3 laus pláss

Fimmtudagar
11:00 - 11:50 (Kennari Grétar Eiríksson) - Skráning hérna - 2 laus pláss
12:00 - 12:50 (Kennari Grétar Eiríksson) - Skráning hérna

Æfingar hefjast þann 14. nóvember og fara í jólafrí þann 16. desember. Æfingar hefjast svo að nýju að loknu jólafríi mánudaginn 3. janúar. Þeir kylfingar sem eru skráðir á æfingar í nóvember - desember hafa forgang á skráningu á æfingar í janúar.

Verð
Æfingar fyrir klukkan 16:00 - 17.900 kr á mánuði
Æfingar eftir klukkan 16:00 - 20.900 kr á mánuði