Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfæfingar Félagsmanna


SKRÁNING HÉR


Nýjung hjá GM!

Boðið er upp á golfæfingar fyrir félagsmenn GM og vini þeirra í áskriftarfyrirkomulagi. Áskrift af golfæfingum kostar 14.900 kr. / mánuði og gefur ótakmarkaðan aðgang af golfæfingum félagsmanna. Hægt er að hefja áskrift hvenær sem er og endurnýjast hún mánuði seinna nema henni sé sagt upp fyrir þann tíma.


Tímarnir:

Mánudagar: 12:00 Púttgreining & 20:00 Grunnatriði sveiflunnar

Þriðjudagar: 12:00 Vippkennsla & 19:00 Grunnatriði sveiflunnar

Miðvikudagar: 12:00 Drævkennsla & 13:00 Vippkennsla

Fimmtudagar: 12:00 Grunnatriði sveiflunnar

Föstudagar: 8:00 Árangur & Hæfni


Enginn uppsagnafrestur er en mikilvægt er að segja upp áskrift fyrir endurnýjun eða mánuði eftir að áskrift hófst.

Hægt er að skrá sig í tíma allt að 2 vikum fyrirfram og í síðasta lagi klukkutíma fyrir æfingu. Lágmarksfjöldi á hverja æfingu er 2 en hámarksfjöldi 6.

Nauðsynlegt er að bóka sig í hvern tíma í Abler appinu.

Hér er hægt að sjá lausa tíma:

https://www.abler.io/classes/golfmos?date=2024-11-04


Notast er við æfingasal GM á neðri hæð Kletts (Golfklúbbi Mosfellsbæjar, Æðarhöfða 36, 270 Mosfellsbæ). Aðstaðan inniheldur þrjá TrackMan herma, 9 holu púttvöll og æfinganet fyrir slátt. Golfkennararnir eru Andri Ágústsson og Katrín Dögg Hilmarsdóttir, PGA golfkennaranemar. Æfingar hefjast mánudaginn 4. nóvember.


SKRÁNING HÉR