Mosfellsbær, Ísland

VÍKING deildin

Utandeild í golfi fyrir félagsmenn GM

VÍKING deildin er eitt skemmtilegasta mót sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í sveitakeppni GSÍ. Allt að 7 leikmenn skipa hvert lið en 4 leikmenn leika í hverri umferð. Í hverri umferð er leikinn 1 fjórmenningsleikur og 2 tvímenningsleikir.

Leikið á báðum vallarsvæðum

Í VÍKING deildinni er leikið á báðum vallarsvæðum og eru umferðir leiknar í heild sinni á hvoru vallarsvæði í fyrirfram skipulögðum leikvikum. Leiknar verða tvær leikvikur í riðlakeppni á Hlíðavelli og ein í Bakkakoti. Í úrslitum fara síðan 8 liða úrslit fram fram í Bakkakoti, undanúrslit og úrslit á Hlíðavelli.

Alls eru 16 lið sem geta verið með en leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í bæði A og B úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara í A úrslit en neðri liðin 2 fara í B úrslit. Leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi bæði í A og B úrslitum sem hefjast með 8 liða úrslitum og svo koll af kolli þangað til VÍKING meistarar liggja fyrir og sigurvegarar B úrslita.

Vertu með og skráðu liðið þitt til leiks!

Skráning í VÍKING-deildina hefst 1. apríl 2018 og stendur yfir þangað til 16 lið eru skráð til leiks. Þáttökugjald er 3.900 kr fyrir hvern kylfing. Skráning með tölvupósti á golfmos@golfmos.is

Staðan í VÍKINGdeildinni

Skila inn úrslitum í VÍKINGdeildinni