Mosfellsbær, Ísland

Eldri kylfingar

Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur úti afreksstarfi fyrir eldri kylfinga klúbbsins. Aðgang að golfæfingum eldri kylfinga hafa þeir kylfingar sem hafa náð eftirfarandi forgjafarviðmiðum sem og 50 ára aldri.

Konur: Forgjöf 18.0 og lægra
Karlar: Forgjöf 12.0 og lægra

Allir kylfingar sem taka þátt í æfingum gefa með því kost á sér í keppnissveitir GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga.

Æfingarnar fara fram á Hlíðavelli annað hvern mánudag. Æfingarnar fara fram klukkan 19:00 - 20:30 og eru konur og karlar á víxl.

Konur: 31. maí - 14. júní - 28. júní - 12. júlí - 26. júlí
Karlar: 7. júní - 21. júní - 5. júlí - 19. júlí

Þjálfari: Grétar Eiríksson PGA golfkennaranemi

Stigalisti eldri kylfinga - val í keppnissveitir

Við val í keppnissveitir verður stuðst við stigalista eldri kylfinga. Lið GM í karla og kvennaflokki verður valið þremur vikum áður en keppni hefst. 5 kylfingar af 9 spila sig inn í liðið af stigalista eldri kylfinga. Síðustu 4 kylfingana velja Íþróttastjóri GM, þjálfari eldri kylfinga og liðsstjóri sveitar í sameiningu. Við val á síðustu 4 kylfingum verður horft til forgjafar, ástundunar og árangurs í mótum.

Stigalisti eldri kylfinga saman stendur af eftirfarandi mótum:

  • Viðmiðunarmót eldri kylfinga - leikin á Hlíðavelli
    Viðmiðunarmót eldri kylfinga verða leikin samhliða VITA mótaröðinni á miðvikudögum. Mótin eru opin öllum kylfingum 50 ára og eldri og eru allir kylfingar sem stefna á að komast í lið GM hvattir til þess að taka þátt. Skilyrði er að leika með amk einum kylfingi sem er einnig að leika í viðmiðunarmótinu. Að hring loknum er skorkorti skilað í afgreiðslu. 3 bestu viðmiðunarmótin gilda. Á viðmiðunarmótunum er leikinn höggleikur.
  • Meistaramót GM (Hefur tvöfalt vægi)

  • Eitt Lek mót að eigin vali (Heimilt að spila í fleirum en lægsta skorið gildir)Leiki kylfingur af bláum/hvítum teigum í Lek mótum dragast 3 högg frá heildarskori.

Stigagjöf

Við stigagjöf er ávalt miðað við höggleik án forgjafar. Í meistaramóti GM gildir meðalskor alla hringja. Stig eru gefin með eftirfarandi hætti.

1. sæti 330 stig
2. sæti 265 stig
3. sæti 230 stig
4. sæti 210 stig
5. sæti 190 stig
6. sæti 175 stig
7. sæti 155 stig
8. sæti 140 stig
9. sæti 125 stig
10. sæti 115 stig
11. sæti 110 stig
12. sæti 100 stig
13. sæti 95 stig
14. sæti 90 stig
15. sæti 85 stig
16. sæti 80 stig
17. sæti 75 stig
18. sæti 70 stig
19. sæti 65 stig
20. sæti 60 stig