Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Um GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Í desember 2014 samþykktu félagsfundir Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbs Kjalar að sameinast undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Nýr golfklúbbur hlaut skammstöfunina GM og skartar tveimur vallarsvæðum. Hlíðavöllur er staðsetur í Mosfellsbæ og er glæsilegur 18 holu golfvöllur við ströndina og óviðjafnanlegu útsýni yfir Faxaflóann. Bakkakot í Mosfellsdal er skemmtilegur 9 holu golfvöllur í yndislegri nátturú Mosfellsdals.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar leggur metnað sinn í að viðhalda arfleið stofnklúbba sinna og efla allan viðgang golfs í Mosfellsbæ. Ennfremur leggjum við mikið upp úr því að vera golfklúbbur fyrir alla fjölskyldinu. Öflugt barna- og unglingastarf er í gangi allt árið um kring. Félagsstarf eldri kylfinga er virkt í klúbbnum ásamt félagsstarfi fyrir almennan kylfing. Öflugt vetrarstarf fer fram á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem félagsmenn leika á vetrarmótum utandyra eða pútta innandyra í æfingaaðstöðu klúbbsins á Blikastaðanesi.


Spennandi uppbygging

Golfklúbbur Mosfellsbæjar undirbýr núna byggingu nýrrar Íþróttamiðstöðvar sem mun rísa miðsvæðis við Hlíðavöll sem mun hýsa allar skrifstofur og starfsemi klúbbsins við Hlíðavöll. Byggingin mun verða mikil lyftistöng fyrir allt félagsstarf klúbbsins þegar hún verður risin sem áætlað er að verði sumarið 2016.

Sign in here