Mosfellsbær, Ísland

Golfkennsla

Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o.s.frv. Mikill metnaður hefur verið settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu.

Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM en allar upplýsingar um þá má finna hérna neðar á síðunni.

Einkatímar hjá golfkennurum GM

Golfkennarar GM bjóða upp á einkatíma. Einnig er hægt að fá einkatíma hjá golfkennara í pörum eða jafnvel fleiri saman. Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir beint hjá golfkennurunum.

Bókanir á golfkennslu hjá GM fara fram í gegnum GolfBox. Þar má finna allar upplýsingar um verðskrá og lausa tíma.

Nýliðakennsla GM

GM býður upp á æfingar í júní og júlí fyrir nýliða þeim að kostnaðarlausu. Æfingarnar fara fram vikulega á mánudögum og hefjast mánudaginn 7. júní. Æfingarnar fara fram á æfingasvæði GM við Hlíðavöll og eru á milli klukkan 18 og 19.

Athugið að engar æfingar fara fram mánudaginn 13. júní.


Opnar golfæfingar félagsmanna

Golfæfingar félagsmanna fara fram á mánudögum í júní og júlí. Æfingarnar hefjast mánudaginn 7. júní og eru milli klukkan 19 og 20. Æfingarnar fara fram á Hlíðavelli og kostar hver æfinga 1.000 kr á mann sem greiðist til þjálfara. Þjálfari á æfingum félagsmanna er Victor Viktorsson. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega á æfingarnar.

Athugið að engar æfingar fara fram mánudaginn 13. júní.

Golfkennarar GM

Dagur Ebenezersson

Dagur Ebenezersson

PGA golfkennari

Sími: 770 4431

Davíð Gunnlaugsson

Davíð Gunnlaugsson

Íþróttastjóri GM og PGA golfkennari

Sími: 849 2095

Grétar Eiríksson

Grétar Eiríksson

PGA golfkennari

Sími: 663 8547

Ingi Rúnar Gíslason

Ingi Rúnar Gíslason

PGA Golfkennari

Sími: 6602787

Valdís Þóra Jónsdóttir

Valdís Þóra Jónsdóttir

Golfleiðbeinandi

Sími: 8493732

Victor Viktorsson

Victor Viktorsson

PGA golfkennari

Sími: 892 9555