Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Vallarsvæðin

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur yfir að ráða tveimur ólíkum en yndislegum vallarsvæðum. Það er ekki ofsögum sagt að okkur þyki vænt um vallarsvæðin okkar. Hvort svæði hefur sína sérstöðu sem skila sér í einstakri upplifun kylfinga sem leika vellina.

Á báðum svæðum er að finna aðstöðu til æfinga. Æfingasvæði og boltavél eru til staðar ásamt púttflöt og glompu í Bakkakoti en á Hlíðavelli er unnið að nýju og glæsilegu æfingasvæði þar sem verður aðstaða fyrir allar æfingar. Þar er nú hægt að slá af grasi. Veitingasölu og skála er að finna á báðum vallarsvæðum og eru seldar veitingar þar meðan á golfleik stendur.

Það er mikill kostur að vera í golfklúbbi sem býður upp á tvö vallarsvæði, með því er reynt að tryggja að annað vallarsvæðið sé alltaf opið þannig að félagsmenn eigi alltaf kost á því að komast í golf.

Hlíðavöllur

Hlíðavöllur er staðsettur við Leirvog í Mosfellsbæ og er 18 holu keppnisvöllur. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla. Hlíðavöllur er 5.412 metrar á gulum teigum og 4.678 metrar á rauðum.

Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur með mörgum áskorunum. Eldri hluti Hlíðavallar er tiltölulega stuttur og eru flatir þar oft á tíðum aðeins upphækkaðar. Á nýrri hluta vallarins eru brautirnar talsvert lengri og flatir almennt mjög stórar. Á Hlíðavelli er rástímaskráning og eru rástímar bókaðir á www.golf.is. Athygli er vakin á því að skylda er að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst.


Bakkakot

Bakkakot er staðsett í Mosfellsdal og er 9 holu völlur. Einkenni Bakkakots má segja að séu stuttar brautir og trjágróður en í gegnum árin hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er sannkölluð sveitasæla stutt frá ys og þys borgarinnar. 9 holur í Bakkakoti eru 2.051 metrar af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum.

Það er þó ekki svo endilega auðvelt að skora völlinn vel þó hann sé stuttur. Beita þarf mismunandi höggum og skipta staðsetningar miklu máli til að ná góðu skori. Flatir á vellinum teljast vera í minni kantinum og því þarf nákvæm högg til að koma sér í fuglafæri. Í Bakkakoti er rástímaskráning og eru rástímar bókaðir á www.golf.is. Athygli er vakin á því að skylda er að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst.


Æfingaasvæði

Á Hlíðavelli er að finna æfingasvæði og eru boltar seldir þar. Slegið er af mottum en einnig er þar stór grasteigur, þegar grasteigurinn er í notkun er það auglýst sérstaklega.

Æfingasvæðið á Hlíðavelli er opið alla daga vikunnar frá kl. 08:00 til 20:30. Síðustu boltar eru seldir í boltavélinni kl. 20:00.
Veitingasölur og aðstaða

Félagsmenn og gestir geta keypt veitingar og drykki í veitingasölum GM þegar vellirnir eru opnir fyrir leik. Seldar eru flestar hefðbundnar veitingar og er boðið upp á rétti af grilli.

Í Kletti er veitingastaðurinn BLIK Bistro & Grill og er boðið upp á sérrétti í tengslum við stærri viðburði eins og t.d. Meistaramót eða stærri opin mót. Enn fremur er boðið upp á sérstaka matseðla fyrir hópa.

Hægt er að bóka hópa á báða vellina og í veitingasölu en hópum er bent á að nauðsynlegt er að panta með fyrirvara og enn fremur að hafa þarf samband við veitingasölu vegna veitinga á vallarsvæðum GM.

Hægt er að taka á móti allt að 180 manna hópum í sitjandi borðhald á BLIK og er fullbúið eldhús í húsinu.


Æfingaaðstaða inni og Vélageymsla GM

Inniæfingaaðstaða GM er að mestu til húsa í Vélageymslu GM á Blikastaðanesi. Þar er að finna innipúttflöt með 9 holum ásamt aðstöðu til að æfa vipp. Á veturnar eru einnig net til að slá í og geta 4 kylfingar verið samtímis. Sú aðstaða mun síðar verða á neðri hæð Kletts.

Eins og áður sagði er Vélageymsla GM staðsett á Blikastaðanesi og liggur vegurinn að henni frá bílastæðinu við Klett.

Það er ekki ofsögum sagt að okkur þyki vænt um vallarsvæðin okkar. Hvort vallarsvæði hefur sína sérstöðu og einkenni sem skila sér í upplifun kylfinga sem leika vellina. Við vinnum nú að uppfærslu á efni vefsíðunar og munum uppfæra greinargóða vallarlýsingu innan tíðar en hér má nálgast grunn upplýsingar um vallarsvæðin.

Æfingasvæði og boltavél er til staðar á Hlíðavelli ásamt púttflöt og svæði til að æfa styttri högg. Á Hlíðavelli er að finna góðar æfingaflatir til þess að æfa strokuna. Þar eru einnig 25 gervigrasmottur og þar er einnig grasteigur

Veitingasölu og skála er að finna á báðum vallarsvæðum og eru seldar veitingar þar á meðan golfleik stendur. Hægt er að bóka hópa á báða vellina og í veitingasölu en hópum er bent á að nauðsynlegt er að panta með fyrirvara og enn fremur að hafa þarf samband við veitingasölu vegna veitinga á vallarsvæðum GM.


Tvö vallarsvæði sem loka ekki á sama tíma

Klúbburinn skartar tveimur vallarsvæðum. Hlíðavöllur er staðsettur í Mosfellsbæ og er glæsilegur 18 holu golfvöllur við ströndina með óviðjafnanlegu útsýni yfir Faxaflóann. Bakkakot í Mosfellsdal er skemmtilegur 9 holu golfvöllur í yndislegri náttúru Mosfellsdals.

Vallarsvæðin eru vissulega ólík en saman mynda þau skemmtilega heild. Það er reynt að tryggja það að vellirnir loki aldrei á sama tíma vegna mótahalds eða móttökum stærri hópa. Það þýðir að félagsmenn í GM eiga alltaf að eiga kost á að komast í golf þegar þeim hentar.