Mosfellsbær, Ísland

Fréttir

MOSTRI Á STYKKISHÓLMI NÝR VINAVÖLLUR GM

MOSTRI Á STYKKISHÓLMI NÝR VINAVÖLLUR GM

27.03.2020

Nýr vinavallasamningur var gerður við Golfklúbb Mostra í Stykkishólmi. Samningurinn felur í sér að félagar GM munu fá 50% afslátt af vallargjaldi GMS. Við hvetjum okkar félagsmenn að gera sér ferð í sumar á þennan skemmtilega golfvöll á Snæfellsnesinu fagra.

GOLFKLÚBBURINN LEYNIR Á AKRANESI ÁFRAM VINAVÖLLUR GM

GOLFKLÚBBURINN LEYNIR Á AKRANESI ÁFRAM VINAVÖLLUR GM

26.03.2020

Golfklúbburinn Leynir á Akranesi verður áfram vinavöllur GM sumarið 2020. Vinavallarsamningurinn felur í sér að félagar GM fá 50% afslátt af vallargjaldi GL og hvetjum við félaga okkar að nýta sér það.

VINAVALLASAMNINGUR VIÐ GV ENDURNÝJAÐUR

VINAVALLASAMNINGUR VIÐ GV ENDURNÝJAÐUR

24.03.2020

Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur verið einn af vinavöllum GM síðastliðin ár og hefur nú vinavallasamningurinn verið framlengdur fyrir sumarið 2020. Samningurinn felur í sér að félagar GM fá 50% afslátt af fullu vallargjaldi GV sumarið 2020 og hvetjum við okkar félaga að nýta sér það og leika golf á einu fallegasta vallarstæði heims.

GM KYLFINGAR Í HÁSKÓLAGOLFINU

GM KYLFINGAR Í HÁSKÓLAGOLFINU

20.03.2020

Nú er ljóst að tímabilinu í háskólagolfinu í Bandaríkjunum er lokið þetta skólaárið. Við hjá GM eigum 3 kylfinga sem leika fyrir hönd sinna skóla en það eru þau Arna Rún Kristjánsdóttir, Björn Óskar Guðjónsson og Sverrir Haraldsson sem hóf nám við Appalachian State háskólann í Norður Karólínu núna í janúar.

NÝTT FJÖLSKYLDUGJALD - NÝJUNG HJÁ GM

NÝTT FJÖLSKYLDUGJALD - NÝJUNG HJÁ GM

16.03.2020

Golfklúbbur Mosfellsbæjar kynnir til leiks nýtt fjölskyldugjald. Með þessu vill GM stuðla að því að öll fjölskyldan geti leikið golf saman og notið alls þess sem besta sem við höfum upp á að bjóða.

Þegar að báðir foreldrar barna 18 ára og yngri eru meðlimir í GM þá þurfa þeirra börn ekki að borga neitt árgjald. Þetta á að sjálfsögðu líka við einstæða foreldra sem eru einu fyrirvinnur heimilisins.

GOLFÆFINGAR FALLA NIÐUR Í VIKUNNI - HEIMAÆFINGAR Á HVERJUM DEGI

GOLFÆFINGAR FALLA NIÐUR Í VIKUNNI - HEIMAÆFINGAR Á HVERJUM DEGI

16.03.2020

Eins og fram kom í yfirlýsingu frá ÍSÍ í gærkvöldi þá er ekki gert ráð fyrir að íþróttastarf fari aftur af stað fyrr en mánudaginn 23. mars næstkomandi fyrir aldurshópinn 16 ára og yngri.

GOLFÆFINGAR HJÁ GM

GOLFÆFINGAR HJÁ GM

15.03.2020

Á morgun, mánudaginn 16. mars, falla allar skipulagðar golfæfingar niður hjá GM.

GM SEMUR VIÐ PLAYGOLF.IS

GM SEMUR VIÐ PLAYGOLF.IS

03.03.2020

PlayGolf Iceland er glæný golf þjónusta sem býður erlendum kylfingum aðgang til að bóka hina fullkomnu golfferð til Íslands.

NÝTT FORGJAFARKERFI

NÝTT FORGJAFARKERFI

02.03.2020

Samhliða innleiðingu WHS forgjafarkerfisins mun Golfsamband Íslands gangsetja tölvukerfið GolfBox. Nýjar forgjafarupplýsingar verða því ekki sýnilegar á hefðbundnum stað á golf.is, heldur þurfa kylfingar að nálgast þær í nýja GolfBox kerfinu sem opnar fyrir kylfinga um eða upp úr mánaðamótunum. Athugið að einungis virkir kylfingar í golfklúbbum munu geta stofnað nýjan aðgang í GolfBox.

GOLFKLÚBBUR BORGARNESS ÁFRAM VINAVÖLLUR GM

GOLFKLÚBBUR BORGARNESS ÁFRAM VINAVÖLLUR GM

20.02.2020

Golfklúbbur Borganess verður áfram vinavöllur GM sumarið 2020. Vinavallarsamningurinn felur í sér að félagar GM fá 50% afslátt af vallargjaldi GB og hvetjum við félaga okkar að nýta sér það og leika þennan skemmtilega 18 holu völl á góðu verði.