Mosfellsbær, Ísland

Fréttir

Innheimta félagsgjalda 2019

Innheimta félagsgjalda 2019

01.02.2019

Á aðalfundi GM sem fram fór þann 28. janúar síðastliðinn voru félagsgjöld ársins 2019 ákvörðuð og eru eftirfarandi:

  • Full leikheimild 27-66 ára: 109.990 kr
  • Hálf leikheimild 27-66 ára: 74.990 kr
  • Full leikheimild 67+: 79.900 kr
  • Hálf leikheimild 67+: 54.900 kr
  • Ungmenni 12 ára og yngri: 16.900 kr
  • Ungmenni 13-18 ára: 22.900 kr
  • Ungmenni 19-26 ára: 54.900 kr

Allar upplýsingar um greiðsluleiðir og fyrirkomulag má finna hérna fyrir neðan.

Aðalfundur GM

Aðalfundur GM

14.01.2019

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar rekstrarárið 2017 – 2018 verður haldinn mánudaginn 28. janúar 2019 kl. 20:00 í hátíðarsal Golfklúbbs Mosfellsbæjar í Kletti.

Frestun aðalfundar GM

Frestun aðalfundar GM

14.12.2018

Stjórn GM hefur tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi félagsins, sem fyrirhugað var að halda næstkomandi mánudag, þann 17. desember.

Skötuveisla BLIK Bistro og GM 2018

Skötuveisla BLIK Bistro og GM 2018

05.12.2018

Eins og íslensk hefð segir má ekki gleyma skötunni á Þorláksmessu. Þess vegna erum við að bjóða upp á skötuhlaðborð milli 12-14 á Þorláksmessudag í Kletti á vegum BLIK Bistro og Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Við hvetjum alla félagsmenn til að láta sjá sig á þessum skemmtilega viðburði.

AÐALFUNDARBOÐ 2018

AÐALFUNDARBOÐ 2018

03.12.2018

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar rekstrarárið 2017 – 2018 verður haldinn mánudaginn 17. desember 2018 kl. 20:00 í hátíðarsal Golfklúbbs Mosfellsbæjar í Kletti.

NÝTT TÖLBULAÐ GOLFMOS

NÝTT TÖLBULAÐ GOLFMOS

22.11.2018

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur gefið út nýtt tölublað GolfMos. Blaðið fer yfir sumarið 2018, úrslit innanfélagmsóta, viðburði á vegum klúbbsins og fleira. Þar á meðal má nefna umfjöllun um heimsókn stórstirnisins Anniku Sörenstam á Hlíðavelli.

GEGGJAÐ NETT BRAUÐ SIGURVEGARAR VÍKING DEILDARINNAR

GEGGJAÐ NETT BRAUÐ SIGURVEGARAR VÍKING DEILDARINNAR

16.11.2018

Í sumar fór VÍKING-deildin fram í fjórða sinn. Alls léku 16 lið í mótinu í ár, en leikfyrirkomulagið var eins og áður, einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.

Öll lið í riðlinum léku innbyrðis og liðin í fyrsta og öðru sæti fóru í A-úrslit og liðin í í þriðja og fjórða sæti í B-úrslit.
Leikið var bæði á Hlíðavelli og Bakkakoti.

HEKLA OG ÞÓRARINN EGILL HOLUKEPPNISMEISTARAR

HEKLA OG ÞÓRARINN EGILL HOLUKEPPNISMEISTARAR

16.11.2018

Titleist holukeppnin fór fram í sumar, en þetta var í fjórða skipti sem mótið er haldið frá sameiningu. Ríkjandi meistarar síðasta árs, Hekla Daðadóttir og Ólafur Örn Jónsson léku bæði til úrslita í ár. Í úrslitum í kvennaflokki var von á æsispennandi leik, en eins og áður sagði lék Hekla Daðadóttir holukeppnismeistari 2017 til úrslita á móti klúbbmeistara GM, Heiðu Guðnadóttur. Svo fór að Hekla lagði Heiðu 2/1 og varð því sú fyrsta til að verja titilinn.

DAVÍÐ BALDUR ER FÉLAGSMAÐUR ÁRSINS

DAVÍÐ BALDUR ER FÉLAGSMAÐUR ÁRSINS

15.11.2018

Veittar voru ýmsar viðurkenningar á Árshátíð GM nýverið, þar á meðal var félagsmaður ársins heiðraður.
Davíð Baldur Sigurðsson er félagsmaður ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar árið 2018. Það er óhætt að segja að leitun sé að öðrum eins félagsmanni og Davíð Baldri. Hann hefur reynst félaginu gríðarlega góður félagsmaður hvort sem er við störf sem dómari á mótum eða í aðstoð við hin ýmsu tölvumál.

ARNA RÚN OG BJÖRN ÓSKAR KYLFINGAR ÁRSINS

ARNA RÚN OG BJÖRN ÓSKAR KYLFINGAR ÁRSINS

14.11.2018

GM heiðraði kylfinga ársins karla- og kvenna, en að þessu sinni voru báðir kylfingarnir í háskólagolfi í Bandaríkjunum. Arna Rún Kristjánsdóttir hlaut titilinn kylfingur ársins kvenna, en hún hefur leikið fyrir hönd GM í áraraðir. Arna Rún vann fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar í sumar, en á mótaröðinni leika margir af bestu kylfingum landsins. Hún samdi við Grand Valley State háskólann og hóf nám í haust.