Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Nýir félagar

Viltu ganga í skemmtilegasta golfklúbb landsins?

Hvort sem þú ert byrjandi í golfi eða þrautreyndur kylfingur þá bjóðum við þig velkominn í GM. Við gerum okkar besta við að reyna að vera skemmtilegasti klúbbur landsins og erum ávallt tilbúin að gera allt sem við getum fyrir félagsmenn. Hjá okkur eru félagsmenn í fyrirrúmi og félagsstarfið er þungamiðjan í líflegum golfklúbbi. Innanfélagsmót og viðburðir spila þar stórt hlutverk enda fjölmörg innanfélagsmót og keppnir sem við höldum fyrir félagsmenn okkar.

Nýliðar í golfi

Það er ljóst að allir eru einhvern tímann nýliðar í golfi. Það er engin fyrirstaða að byrja þó að þú hafa aldrei snert golfkylfu. Við tökum vel á móti nýliðum. Sérstakar nýliðaæfingar eru í hverri viku á sumrin þar sem reyndur leiðbeinandi fer með kylfingum í gegnum undirstöður golfsins og gefur góðar ráðleggingar. Aðgengi að kennurum okkar er afar gott og þeir kylfingar sem hafa mikinn áhuga á að bæta sig og ná upp færni geta leitað til þeirra varðandi hjálp.


Vallarsvæðin

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur yfir að ráða tveimur ólíkum en yndislegum vallarsvæðum. Það er mikill kostur að geta verið í golfklúbbi sem býður upp á tvö vallarsvæði. Reynt er að tryggja að annað vallarsvæðið sé alltaf opið þannig að félagsmenn eigi alltaf kost á því að komast í golf.
Svæðin eru vissulega ólík. Hlíðavöllur býður upp á 18 holu keppnisgolf við strandlengjuna við Leirvoginn. Völlurinn er krefjandi og áhugaverður og á fallegu sumarkvöldi er útsýnið óviðjafnanlegt. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðavelli á síðustu 10 árum og með byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar mun hann komast í fremstu röð íslenskra golfvalla.

Bakkakot í Mosfellsdal er umlukið yndislegri náttúru dalsins og þar kemst maður sannarlega út úr ys og þys borgarinnar. Völlurinn er 9 holur og eru þær aðgengilegar og þægilegar fyrir alla fjölskylduna þó erfitt geti reynst að skora hann vel nema finna sig vel í sveiflunni.

Fjölbreyttir greiðslumöguleikar

Félagsmenn í GM geta dreift greiðslum á allt að 10 mánuði annaðhvort með dreifingu á greiðslukort eða með greiðsluseðlum í heimabanka.