Starf kylfinga 65 ára og eldri í Golfklúbbi Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir skemmtilegu starfi fyrir kylfinga 65 ára og eldri.
Sett hefur verið upp mótaröð sem fer fram á miðvikudögum auk þess sem ætlunin er að heimasækja aðra velli og spila þar saman golf.
Í hlekknum hér fyrir neðan getið þið séð áætlun sumarsins.
Sumarplan kylfinga 65 ára og eldri
Er það okkar von að sem flest ykkar sjáið ykkur fært að taka þátt í þessum að einhverju leyti og styrkja þannig við þetta flotta starf.
Við erum með öfluga og flotta nefnd sem heldur utam um þetta starf og er hún skipuð eftirfarandi aðilum sem hafa haft veg og vanda að skipulagninu þessa starfs:
Snorri Hlíðberg Kjartansson
Bragi Jónsson
Ingveldur Bragadóttir
Sigurður Geirsson
Páll Eyvindsson
Gunilla Skaptason
Svanberg Guðmundsson
Jón Kjartan Sigurfinnsson
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir