Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Almenn Golfkennsla

Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o.s.frv. Mikill metnaður hefur verið settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu.

Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM en allar upplýsingar um þá má finna hérna neðar á síðunni.


Einkatímar hjá golfkennurum GM

Golfkennarar GM bjóða upp á einkatíma. Einnig er hægt að fá einkatíma hjá golfkennara í pörum eða jafnvel fleiri saman. Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir beint hjá golfkennurunum.

Hægt er að bóka tíma á Noona appinu með því að smella hérna.

Golfæfingar Félagsmanna 2024

Félagsmönnum GM verður boðið upp á möguleika á að æfa golf undir handleiðslu golfkennara GM. Í vetur fara æfingarnar fram á neðri hæð Kletts og skrá kylfingar sig í einn mánuð í senn. Æfingarnar eru tilvaldar fyrir alla áhugasama kylfinga sem vilja taka golfið föstum tökum allt árið en æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum SportAbler og er hægt að smella á tengla hérna að neðan fyrir skráningu og til að sjá hvort laust sé í hóp. Einnig er hægt að skrá sig á biðlista fyrir fulla hópa en hámark fjölda í hvern hóp er 9.

Golfæfingar félagsmanna


Nýliðaæfingar 2023

Sérstakar æfingar fyrir félagsmenn GM sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi. Æfingarnar eru kylfingum að kostnaðarlausu og fara fram alla þriðjudaga í júní og júlí milli 20:00 - 21:00. Mætinga á æfingarnar er við boltavél á æfingasvæði og er Victor Viktorsson PGA golfkennari með tímana. Ekki er tími 4. júlí vegna Meistaramóts.

Golfkennarar GM

Andri Ágústsson

Andri Ágústsson

PGA golfkennaranemi

Sími: 7735479

Barna, unglinga- og afreksstarf GM
Dagur Ebenezersson

Dagur Ebenezersson

Íþróttastjóri GM og PGA golfkennari

Sími: 770 4431

Barna, unglinga- og afreksstarf GM
Davíð Gunnlaugsson

Davíð Gunnlaugsson

PGA golfkennari

Sími: 8492095

Grétar Eiríksson

Grétar Eiríksson

PGA golfkennari

Sími: 663 8547

Barna, unglinga- og afreksstarf GM
Katrín Dögg Hilmarsdóttir

Katrín Dögg Hilmarsdóttir

PGA Golfkennaranemi

Sími: 6154468

Barna, unglinga- og afreksstarf GM
Victor Viktorsson

Victor Viktorsson

PGA golfkennari

Sími: 892 9555