Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 6°C - 2 m/s

Meistaramót GM


Meistaramót GM er stærsta golfmót sem við stöndum fyrir á hverju ári. Meistaramótið er hápunktur sumarsins fyrir marga kylfinga og eitthvað sem enginn félagsmaður á að láta fram hjá sér fara. Keppni í Meistaramóti GM er flokkaskipt og er leikin höggleikur án forgjafar í flestum flokkum. Allir flokkar leika 4 hringi að undanskildum unglinga og öldungaflokkum.

Skráning er hafin og verður til 29. júní. Hægt er að skrá sig hér.

Meistaramótið fer fram dagana 2. - 7. júlí og mótinu lýkur svo með stórglæsilegu lokahófi laugardagskvöldið 7. júlí.

Ákveðið hefur verið að aðskilja mótsgjald Meistaramótsins og gjald í lokahóf. Mótsgjalds mótsins hefur verið lækkað en þeir keppendur sem mæta á lokahófið greiða 2.000 kr gjald fyrir miðann. Þetta er gert útfá þeirri reynslu sem við búum að eftir að halda lokahófið 2017 í nýrri aðstöðu. Mikilvægt er fyrir okkur að vita nákvæman fjölda þeirra sem koma á lokahóf til þess að framkvæmdin gangi sem best. Aðeins verða um 200 miðar í boði.

Matseðill lokahófsins er eins glæsilegur og hann gerist

Forréttur
Andabringur með fíkjum, granateplasósu ásamt kóríander salati og valhnetum

Aðalréttur
Nautalund í madeira sósu með íslensku grænmeti ásamt kartöflugratíni með trufflum

Eftirréttur
Úrval af makkarónum og „petit fours“ ásamt kaffi

Verð í lokahóf
Fyrir keppendur: 2.000 kr
Fyrir maka og gesti: 5.900 kr

Rástímaáætlun

Búið er að stilla upp rástímaáætlun fyrir alla keppnisdaga. Keppnisdagar flokka ættu að halda sér en tímasetningar kunna að breytast en það ræðst af skráningu í flokka. Smelltu hér til þess að sjá rástímaáætlun.

Flokkaskipting í Meistaramóti GM

 • Meistaraflokkur karla - 4,4 og lægra í forgjöf
 • Meistaraflokkur kvenna - 10,4 og lægra í forgjöf
 • 1. flokkur karla - 4,5 - 9,4 í forgjöf
 • 1. flokkur kvenna - 10,5 - 17,4 í forgjöf
 • 2. flokkur karla - 9,5 - 14,4 í forgjöf
 • 2. flokkur kvenna - 17,5 - 26,4 í forgjöf
 • 3. flokkur karla - 14,5 - 20,4 í forgjöf
 • 3. flokkur kvenna - 26,5 og hærra í forgjöf (Keppt í punktakeppni)
 • 4. flokkur karla - 20,5 - 24,4 í forgjöf
 • 5. flokkur karla - 24,5 í forgjöf og hærra (Keppt í punktakeppni)
 • Öldungaflokkur 50+ karlar
 • Öldungaflokkur 50+ konur
 • Öldungaflokkur 70+Meistaramót barna og unglinga

Meistaramót barna og unglinga fer fram á sama tíma og Meistaramót fullorðinna. Börnum og unglingum hefur farið ört fjölgandi í GM undanfarin ár og hafa þau náð glæsilegum árangri í undanförnum Meistaramótum. Keppt er í eftirfarandi flokkum í barna og unglingaflokki

 • Drengir 10 ára og yngri
 • Stúlkur 10 ára og yngri
 • Drengir 11-12 ára
 • Stúlkur 11-12 ára
 • Drengir 13-14 ára
 • Stúlkur 13-14 ára
 • Drengir 15-16 ára
 • Stúlkur 15-16 ára
 • Drengir 17-18 ára
 • Stúlkur 17-18 ára