Mosfellsbær, Ísland

Meistaramót GM

Meistaramót GM er stærsta golfmót sem við stöndum fyrir á hverju ári. Meistaramótið er hápunktur sumarsins fyrir marga kylfinga og eitthvað sem enginn félagsmaður á að láta fram hjá sér fara. Keppni í Meistaramóti GM er flokkaskipt og er leikinn höggleikur án forgjafar í flestum flokkum. Allir flokkar leika 4 hringi að undanskildum unglinga og öldungaflokkum.

Rástímaáætlun

Rástímaáætlun fyrir alla keppnisdaga er birt stuttu fyrir mót. Keppnisdagar flokka ættu að halda sér en tímasetningar kunna að breytast en það ræðst af skráningu í flokka.

Flokkaskipting í Meistaramóti GM

 • Meistaraflokkur karla - 4,4 og lægra í forgjöf
 • Meistaraflokkur kvenna - 10,4 og lægra í forgjöf
 • 1. flokkur karla - 4,5 - 9,4 í forgjöf
 • 1. flokkur kvenna - 10,5 - 17,4 í forgjöf
 • 2. flokkur karla - 9,5 - 14,4 í forgjöf
 • 2. flokkur kvenna - 17,5 - 26,4 í forgjöf
 • 3. flokkur karla - 14,5 - 20,4 í forgjöf
 • 3. flokkur kvenna - 26,5 og hærra í forgjöf (Keppt í punktakeppni)
 • 4. flokkur karla - 20,5 - 24,4 í forgjöf
 • 5. flokkur karla - 24,5 í forgjöf og hærra (Keppt í punktakeppni)
 • Öldungaflokkur 50+ karlar
 • Öldungaflokkur 50+ konur
 • Öldungaflokkur 70+Meistaramót barna og unglinga

Meistaramót barna og unglinga fer fram á sama tíma og Meistaramót fullorðinna. Börnum og unglingum hefur farið ört fjölgandi í GM undanfarin ár og hafa þau náð glæsilegum árangri í undanförnum Meistaramótum. Keppt er í eftirfarandi flokkum í barna og unglingaflokki

 • Drengir 10 ára og yngri
 • Stúlkur 10 ára og yngri
 • Drengir 11-12 ára
 • Stúlkur 11-12 ára
 • Drengir 13-14 ára
 • Stúlkur 13-14 ára
 • Drengir 15-16 ára
 • Stúlkur 15-16 ára
 • Drengir 17-18 ára
 • Stúlkur 17-18 ára