Mosfellsbær, Ísland

Meistaramót GM

Meistaramót GM er stærsta golfmót sem við stöndum fyrir á hverju ári. Meistaramótið er hápunktur sumarsins fyrir marga kylfinga og eitthvað sem enginn félagsmaður á að láta fram hjá sér fara. Keppni í Meistaramóti GM er flokkaskipt og er leikinn höggleikur án forgjafar í flestum flokkum. Allir flokkar leika 4 hringi að undanskildum unglinga og öldungaflokkum.

Meistaramót GM 2021 fer fram dagana 27. júní - 3. júlí.

Flokkaskipting í Meistaramóti GM

 • Meistaraflokkur karla - 4,4 og lægra í forgjöf
 • Meistaraflokkur kvenna - 10,4 og lægra í forgjöf
 • 1. flokkur karla - 4,5 - 9,4 í forgjöf
 • 1. flokkur kvenna - 10,5 - 17,4 í forgjöf
 • 2. flokkur karla - 9,5 - 14,4 í forgjöf
 • 2. flokkur kvenna - 17,5 - 26,4 í forgjöf
 • 3. flokkur karla - 14,5 - 20,4 í forgjöf
 • 3. flokkur kvenna - 26,5 og hærra í forgjöf (Keppt í punktakeppni)
 • 4. flokkur karla - 20,5 - 24,4 í forgjöf
 • 5. flokkur karla - 24,5 í forgjöf og hærra (Keppt í punktakeppni)
 • Öldungaflokkur 50+ karlar
 • Öldungaflokkur 50+ konur
 • Öldungaflokkur 70+Meistaramót barna og unglinga

Meistaramót barna og unglinga fer fram á sama tíma og Meistaramót fullorðinna. Keppt er í eftirfarandi flokkum í barna og unglingaflokki

 • Drengir 10 ára og yngri
 • Stúlkur 10 ára og yngri
 • Drengir 11-12 ára
 • Stúlkur 11-12 ára
 • Drengir 13-14 ára
 • Stúlkur 13-14 ára
 • Drengir 15-16 ára
 • Stúlkur 15-16 ára
 • Drengir 17-18 ára
 • Stúlkur 17-18 ára

Skjöl og tenglar:

reglugerð fyrir meistaramót (1).pdf

meistaramót rástímaáætlun