Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfæfingar hjá GM

Hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar er rekið afar metnaðarfullt barna- unglinga og afreksstarf. Fyrir börn á aldrinum 6-21 árs eru æfingar í boði rúmlega 10 mánuði ársins. Einnig heldur GM úti starfi fyrir meistaraflokkskylfinga og eldri kylfinga.

Æfingar skiptast í tvö tímabil, sumar og vetraræfingar. Sumaræfingar eru frá skólalokum og út september. Vetraræfingar hefjast 16. október hjá iðkendum 14 ára og yngri en 1. nóvember fyrir eldri flokka og gilda til og með 7. júní.

Allir iðkendur þurfa einnig að vera félagsmenn í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Hægt er að ganga frá skráningu í GM með því að smella hérna.

Fylla þarf því út tvö skráningarform, eitt fyrir æfingar og eitt fyrir félagsaðild hjá GM. Ef iðkandi er nú þegar félagsmaður er skráning á æfingar nægjanleg.

Ef það eru einhverjar fyrirspurnir eða spurningar þá svarar Dagur Ebenezersson íþróttastjóri GM þeim með glöðu geði í tölvupósti á netfangið dagur@golfmos.is.


Við hjá GM notum forritið SportAbler í utanumhaldi um æfingar. Hérna eru leiðbeiningar um nýskráningu í SportAbler:

Nýskráning í SportAblerSkráning á æfingar og æfingatímar

Sumaræfingar hefjast 10. júní - Æfingatafla verður birt á næstu dögum

Skráning á vetraræfingar er í gegnum SportAbler í hlekk við hliðina á hverjum flokk hér fyrir neðan.

Ef æfingatímar skarast á við aðrar íþróttir eða tómstundir skal hafa samband við þjálfara um að fá að æfa með öðrum hóp. Við reynum að sýna skilning og bjóðum því upp á sveigjanleika.

KK 10 ára og yngri (2014 - 2018) Skráning
Mánudagar: 15:00 - 16:00
Fimmtudagar: 15:00 - 16:00

KVK 10 ára og yngri (2014 - 2018) Skráning
Þriðjudagar: 15:45 - 16:45
Föstudagar: 15:45 - 16:45

KK 11-12 ára (2012 - 2013) Skráning
Mánudagar: 16:30 - 17:30
Miðvikudagar: 16:30 - 17:30
Fimmtudagar: 15:45 - 16:45

KVK 11-12 ára (2012 - 2013) Skráning
Þriðjudagar: 15:00 - 16:00
Miðvikudagar: 15:00 - 16:00
Föstudagar: 15:00 - 16:00

KK 13-14 ára (2010 - 2011) Skráning
Þriðjudagar: 16:30 - 17:30
Miðvikudagar: 15:45 - 16:45
Föstudagar: 06:00 - 07:15 í Fellinu (Hefjast 10. nóv)
Föstudagar: 16:30 - 17:30

KVK 13-14 ára (2010 - 2011) Skráning
Mánudagar: 15:45 - 16:45
Miðvikudagar: 17:15 - 18:15
Föstudagar: 06:00 - 07:15 í Fellinu (Hefjast 10. nóv)
Föstudagar: 17:15 - 18:15

KK 15-16 ára (2008 - 2009) Skráning
Mánudagar: 18:15 - 19:30
Fimmtudagar: 16:30 - 17:30
Föstudagar: 06:00 - 07:15 í Fellinu (Hefjast 10. nóv)

KVK 15-16 ára (2008 - 2009) Skráning
Mánudagar: 17:15 - 18:30
Föstudagar: 17:15 - 18:15
Föstudagar: 06:00 - 07:15 í Fellinu (Hefjast 10. nóv)

17-21 árs (2003 - 2007) Skráning
Mánudagar: 18:15 - 19:30
Miðvikudagar: 18:00 - 19:15
Föstudagar: 06:00 - 07:15 í Fellinu (Hefjast 10. nóv)

Meistaraflokkar
Konur - Þriðjudagar: 17:15 - 18:30
Karlar - Þriðjudagar: 18:15 - 19:30
B-hópur - Fimmtudagar: 17:15 - 18:30
A-hópur - Fimmtudagar: 18:15 - 19:30
Allir - Mánudagar: 06:00 - 07:15 í Fellinu (Hefjast 6. nóv)

Styrktarþjálfun kylfinga hjá Guðna Val í Eldingu

14 - 21 árs Skráning
Mánudagar: 20:00 - 21:00
Miðvikudagar: 20:00 - 21:00

Meistaraflokkar Skráning
Mánudagar: 21:00 - 22:00
Miðvikudagar: 21:00 - 22:00


50 +

Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur úti afreksstarfi fyrir eldri kylfinga klúbbsins. Aðgang að golfæfingum eldri kylfinga hafa þeir kylfingar sem hafa náð eftirfarandi forgjafarviðmiðum sem og 50 ára aldri (Fæðingarár gildir - 1974 og fyrr).

Konur: Forgjöf 20.0 og lægra
Karlar: Forgjöf 9.0 og lægra

Allir kylfingar sem taka þátt í æfingum gefa með því kost á sér í keppnissveitir GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga.

Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Æfingarnar fara fram aðra hverja viku á föstudögum 14:00 - 15:00 og hina vikuna á móti á miðvikudögum 20:30 - 21:30. Karlar byrja á miðvikudeginum 24. janúar og konurnar föstudeginum 26. janúar en vetraræfingarnar standa út fyrstu vikuna í júní.

Konur 50+ - Skráning hérna
Karlar 50+ - Skráning hérna


Smelltu hér fyrir upplýsingar um afreksstarf GM 50+ og 65+


Vetrarmótaskrá 2023/2024 kylfinga sem æfa hjá GM

Íslenska mótaröðin í TrackMan

Á veturnar er mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann.

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur vetrartímabili 2024/2025


Sumarmótaskrá 2024 kylfinga sem æfa hjá GM

Golf14

Golf14 er viðburðarmótaröð ætluð kylfingum 14 ára og yngri. Mótaröðin er ætluð þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi en einnig þeim sem hafa meiri reynslu af keppni.

Mótaskrá GM kylfings á Golf14

Unglingamótaröðin

Unglingamótaröðin er mótarröð kylfinga 15-18 ára á Íslandi.

Mótaskrá GM kylfings á Unglingamótaröðinni

Mótaröð GSÍ

Mótaröð GSÍ er sterkasta mótaröð Íslands og er keppt í karla- og kvennaflokki.

Mótaskrá GM kylfings á Mótaröð GSÍ


Mótaskrá GSÍ 2024 í heild sinni má finna hér