Mosfellsbær, Ísland

Holukeppni GM

Meistaramót GM í holukeppni, Titleist-holukeppnin, er eitt skemmtilegasta mót ársins.

Undankeppni Titleist-holukeppnarinnar stendur yfir í heila viku í maí á hverju sumri. Í undankeppninni er leikin 18 holu punktakeppni með forgjöf. Að undankeppni lokinni er skorið niður og hefst þá hin eiginlega holukeppni.

Það ræðst af þátttakendafjölda hversu margir kylfingar komast áfram í hina eiginlegu holukeppni í karla og kvennaflokki:

 • Fleiri en 128 kylfingar - 128 komast áfram í holukeppnina
 • 64 - 127 kylfingar - 64 komast áfram í holukeppnina
 • 32 - 63 kylfingar - 32 komast áfram í holukeppni
 • 16 - 31 kylfingur - 16 komast áfram í holukeppni
 • 8 - 15 kylfingar - 8 komast áfram í holukeppni
 • Færri en 8 kylfingar - Keppni í flokki fellur niður

Titleist holukeppnin 2021

Undankeppni Titleist holukeppnarinnar fer fram dagana 17. - 29. maí. Í undankeppninni er leikin 18 holu punktakeppni með forgjöf á Hlíðavelli. Greiða verður fyrir hringinn áður en leikur hefst. Við greiðslu er afhent sérstakt skorkort sem síðan er skilað undirrituðu í skorkortakassa. Hámarksforgjöf í undankeppninni er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Skráning fer fram á Golfbox og í tölvupósti á afgreidsla@golfmos.is. Kylfingar verða að skrá sig og greiða mótsgjald fyrir hring.

Holukeppnin hefst síðan í framhaldinu. Kylfingar leika sín á milli með fullri forgjöf en hámarks forgjöf sem er veitt er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leyfilegt er að leika holukeppnina á báðum vallarsvæðum.

Dæmi: Kylfingur A er með 7 í vallarforgjöf og kylfingur B með 24 í vallarforgjöf. Þá er mismunurinn 17 (Kylfingur B fær þá 1 högg í forgjöf á 17 erfiðustu holurnar).

Leikvikur Titleist-holukeppninnar 2021

 • Undankeppni: 17. - 29. maí
 • 64 manna úrslit: Umferð lokið 14. júní
 • 32 manna úrslit: Umferð lokið 28. júní
 • 16 manna úrslit: Umferð lokið 15. júlí
 • 8 manna úrslit: Umferð lokið 29. júlí
 • Undanúrslit: Umferð lokið 13. ágúst
 • Úrslitaleikir: Lokið 23. ágúst
Ef leikur hefur ekki farið fram þegar leiktími rennur út verður keppendum úthlutað rástíma. Ef
keppendur mæta ekki til leiks þá eru úrslit fengin með hlutkesti. Ef annar keppandinn þá sigrar hann
leikinn 5/4.


Skjöl og tenglar

Leikreglur