Mosfellsbær, Ísland

Holukeppni GM

Meistaramót GM í holukeppni, Titleist-holukeppnin, hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Undankeppni Titleist-holukeppnarinnar stendur yfir í heila viku í maí á hverju sumri. Í undankeppninni er leikin 18 holu punktakeppni með forgjöf. Að undankeppni lokinni er skorið niður og hefst þá hin eiginlega holukeppni.

Það ræðst af þátttakendafjölda hversu margir kylfingar komast áfram í hina eiginlegu holukeppni í karla og kvennaflokki:

  • Fleiri en 128 kylfingar - 128 komast áfram í holukeppnina
  • 64-127 kylfingar - 64 komast áfram í holukeppnina
  • 32 - 63 kylfingar - 32 komast áfram í holukeppni
  • 16 - 31 kylfingur - 16 komast áfram í holukeppni
  • 8 - 15 kylfingar - 8 komast áfram í holukeppni
  • Færri en 8 kylfingar - Keppni í flokki fellur niður

Titleist holukeppnin 2018

Undankeppni Titleist holukeppnarinnar 2018 fer fram dagana 14. - 20. maí. Í undankeppninni er leikinn 18 holu punktakeppni með forgjöf á Hlíðavelli. Greiða verður fyrir hringinn áður en leikur hefst. Við greiðslu er afhent sérstakt skorkort sem síðan er skilað undirrituðu í skorkortakassa. Spila má eins marga hringi og menn og konur vilja gegn 2.000 kr greiðslu fyrir hvern hring. Gildir þá besti hringur leikmanns sem ákvarðar hverjir komast áfram í holukeppninni.

Skráning fer fram á golf.is og hefst 1. apríl. Kylfingar verða að skrá sig og greiða mótsgjald fyrir hring.

Holukeppnin hefst síðan í framhaldinu. Kylfingar leika sín á milli með fullri forgjöf en hámarks forgjöf sem er veitt er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leyfilegt er að leika holukeppnina á báðum vallarsvæðum.

Dæmi: Kylfingur A er með 7 í vallarforgjöf og kylfingur B með 24 í vallarforgjöf. Þá er mismunurinn 17 (Kylfingur B fær þá 1 högg í forgjöf á 17 erfiðustu holurnar).

Leikvikur Titleist-holukeppninnar 2018

Undankeppni: 14. - 20. maí

64 manna úrslit: Umferð lokið 10. júní

32 manna úrslit: Umferð lokið 24. júní

16 manna úrslit: Umferð lokið 15. júlí

8 manna úrslit: Umferð lokið 29. júlí

Undanúrslit: Umferð lokið 13. ágúst

Úrslitaleikir: Lokið 23. ágúst

Að mótinu loknu standa uppi sigurvegarar í karla- og kvennaflokki sem mætast í úrslitaleik kynjanna.

Titleist-holukeppnin KK 32-manna úrslit

Titleist-holukeppnin KVK 32-manna úrslit