Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Staðarreglur Hlíðavallar

HLÍÐAVÖLLUR


 • 1.Vallarmörk
 • Vallarmörk eru við línu sem dregin er við innstu brún hvítra stika, trjádrumba eða girðingarstaura, niðri við jörðu, þar sem þeir eru til staðar. Sjávarmegin við völlinn meðfram 5., 8., 13., 12. og 16. braut eru vallarmörk ytri brún malbikaðs göngustígar sem þar er, nema ef og þar sem aðrir merkingar eru til staðar, skv. lýsingu vallarmarka hér á undan.
 • Við leik 10. brautar eru vallarmörk handann lækjarfarvegsins sem liggur vinstra megin með brautinni. Hvítir hælar þeim megin eru til merkis um vallarmörkin, en mörkin sjálf er innri brún hlaðins steinveggjar þeim megin lækjarfarvegarins.
 • 2.Vítasvæði
 • Öll vítasvæði vallarins eru merktar með rauðum hælum eða rauðum strikum á jörðinni. og skulu lausnir teknar skv. reglu 17.
 • Varðandi vítasvæðið næst vallarmörkum á 10. braut gildir það að ef bolti leikmanns finnst innan vítasvæðis, eða það er vitið eða nánast öruggt að boltinn stöðvaðist innan vítasvæðis eftir að hafa farið út af vellinum og staðurinn þar sem boltinn skar síðast mörk vítasvæðisins liggur upp að vallarmörkum, má leikmaðurinn, gegn einu vítahöggi, láta upphaflega boltinn eða annan bolta falla á gagnstæðri hlið vítasvæðisins:
 • Viðmiðunarstaður: Áætlaði staðurinn við jaðar vítasvæðisins á gagnstæðri hlið sem er jafn langt frá holunni og áætlaði staðurinn þar sem upphaflegi boltinn skar síðast mörk rauða vítasvæðisins.
 • Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Tvær kylfulengdir, en þó með þessum takmörkunum:
 • Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis:
 • oÞað má ekki vera nærri holunni en viðmiðunarstaðurinn er, og
 • oÞað má vera á hvaða svæði vallaris sem er, nema innan sama vítasvæðis.
 • oHins vegar, ef fleiri en eitt svæði vallarins eru innan tveggja kylfulengda frá viðmiðunarstaðnum verður boltinn að stöðvast á lausnarsvæðinu á sama svæði vallarins og boltinn snerti fyrst þegar hann var látinn falla innan lausnarsvæðisins.
 • 3.Hindranir og hluti vallar
 • Bönd og staurar/hælar sem notaðir eru á vellinum til að stýra umferð, jarðfastir steinar á almenna svæðinu þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, fjarlægðarmerkingar/-hælar eru óhreyfanlegar hindranir og skal taka lausn frá þeim skv. reglu 16.1.
 • Allt gervigras innan vallarsvæðisins er hluti vallar.
 • 4.Fallreitir
 • Ef bolti leikmanns fer út af uppbyggðu flatarsvæði á 8. braut þeim megin sem göngustígurinn er og stöðvast í vítasvæði neðan við hlaðinn vegg vítasvæðisins má leikmaður:
 • Taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 17.1, eða
 • Sem viðbótar möguleika, taka vítalausa lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreits sem staðsettur eru hinum megin við gilið rétt fyrir ofan göngustíginn. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
 • 5.Brotin eða umtalsvert skemmd kylfa:
 • Reglu 4.1b(3) er breytt þannig:
 • Ef kylfa leikmanns „brotnar eða skemmist umtalsvert“ af leikmanninum eða kylfubera hans á meðan á umferð stendur af öðrum orsökum en misbeitingu, má leikmaðurinn skipta um kylfu í samræmi við reglu 4.1c(1).
 • Þegar leikmaður skiptir um kylfu verður hann að taka brotnu eða umtalsvert skemmdu kylfuna samstundis úr leik, í samræmi við ferlið í reglu 4.1c(1).
 • 6.Bolta leikið utan lausnarsvæðis þegar tekin er aftur-á-línu lausn:
 • Fyrirmynd staðarreglu E-12 um bolta sem leikið er utan lausnarsvæðis þegar tekin er aftur-á-línu lausn er í gildi.
 • 7.Nýlegar framkvæmdir á vellinum:
 • Á milli 16. og 17. brautar er svæði þar sem mold hefur verið hellt í garð til að gera aðskilnað á milli brauta. Er garður þessi ógróin mold. Allt ógróið svæði, og inn á grónu svæði, beggja megin við, þar sem mold eða annar úrgangur hefur runnið inn á gróna svæði er grund í aðgerð. Stöðvist bolti leikmanns inni á þessu svæði má leikmaður leika bolta sínum þaðan eða:
 • Taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1 og miðast þá mörk grundar við það að leikmaður sé laus frá bæði moldinni og því svæði þar sem mold og annað frá þessum flutningum hefur runnið inn á gróið svæði
 • Víti fyrir brot á staðarreglu: almennt víti.


Leikmannaútgáfa staðarreglna Hlíðavallar 2022

 • 1.Vallarmörk:
 • Völlurinn afmarkast með girðingarstaurum, hvítum hælum eða ytri brún malbikaðs göngustígs sem liggur meðfram sjónum. Á 10. og 18. braut eru vallarmörk við innri brún hlaðins steinveggjar fjarri vellinum. Sjá nánar reglu 1 í staðarreglum Hlíðavallar.
 • 2.Vítasvæði:
 • Eru merkt með rauðum hælum eða strikum á jörðina. Sjá nánar reglu 2 í staðarreglum Hlíðavallar.
 • Ef bolti fer í vítasvæði frá utanvelli á 10. og 18. braut má taka lausn innan vallar hinum megin við skurðinn en gæta verður þess að lausnarpunturinn þar sé jafn langt frá holu og staðurinn var þar sem boltinn fór frá utan vallar og inn í vítasvæðið.
 • 3.Hindranir og hluti vallar:
 • Bönd og staurar þeim tengdum, jarðfastir steinar á brautum og fjarlægðarhælar eru óhreyfanlegar hindranir.
 • Gervigras er hluti vallar. Sjá nánar reglu 3 í staðarreglum Hlíðarvallar.
 • 4.Bætt lega:
 • Heimilt er að lyfta bolta og leggja aftur innan einnar kylfulengdar á snöggslegnu svæði hvar sem er á slíku svæði innan almennasvæðisins. Sjá nánar reglu 4 í staðarreglum Hlíðavallar.
 • 5.Fallreitir:
 • Fallreitir eru staðsettir aftan við 11. og 15. flöt og má láta bolta falla á þá án vítis ef boltinn stöðvast á veginum.
 • 6.Brotin eða umtalsvert skemmd kylfa:
 • Ef kylfa skemmist eða brotnar við eðlilegan leik má leikmaður skipta henni út fyrir aðra óskemmda. Sjá nánar reglu 7 í staðarreglum Hlíðarvallar.
 • 7.Bolta leikið utan lausnarsvæðis þegar tekin er aftur-á-línu lausn:
 • Ef viðmiðunarstaður er ekki ákveðinn þegar tekin er aftur-á-línu lausn má boltinn velta fram fyrir þann stað sem hann lendir á, þó ekki lengra en eina kylfulengd og leika má honum þaðan. Sjá nánar reglu 8 í staðarreglum Hlíðavallar.
 • 8. Allt umrót vegna vinnu vallarstarfsmanna við niðursetningu vökvunarkerfis er grund í aðgerð.

 • Víti fyrir brot á staðarreglu er almennt víti, þ.e. 2 högg í höggleik og holutap í holukeppni

Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti (Höggleikur - tvö högg, Holukeppni – holutap)

Að öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”