Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Frábær hringur hjá Hjalta Kristjáni

26.02.2024
Frábær hringur hjá Hjalta Kristjáni

Hjalti Kristján Hjaltason 14 ára landsliðskylfingur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar lék á 59 höggum án forgjafar á Íslensku mótaröðinni í Trackman um helgina.

Er þetta í fyrsta sinn sem leikið er 59 eða betra skori á mótaröðinni, en eins og kylfingum er kunnugt þykir það mjög eftirskóknarvert að ná skori undir 60 höggum á 18 holum í golfi. Mótaröðin sem leikin er í Trackman er samstarfsverkefni golkfklúbba yfir vetrartímann m.a. til að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga og skiptast klúbbarnir á að halda hvert mót fyrir sig.

Mótið sem Hjalti Kristján lék í um helgina var þriðja mótið í mótaröðinni í vetur og var leikið á vellinum The Great Northern, sem er danskur golfvöllur. Parið á vellinum er 72 högg og með því að leika á 59 höggum var Hjalti Kristján á 13 höggum undir pari vallarins sem samsvarar forgjöf +6,8 á þeim teigum sem hann lék á í flokki 14 ára og yngri drengja.

Þess má geta að Hjalti Kristján var nálægt því að leika á 59 höggum í öðru móti mótaraðarinnar í janúar en þá lék hann á 60 höggum á PGA West Nicklaus Tournament Course, sem samsvarar forgjöf +4,9.

Hér fyrir neðan má sjá skorkort Hjalta Kristjáns upp á 59 högg: