Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 11°C - 1 m/s

Fréttir

NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR GM

NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR GM

23.07.2018

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 20.-22. júlí, en GM átti 19 fulltrúa af mótinu, þar af 10 stelpur. Leikinn var höggleikur sem skar úr um hverjir komust í holukeppnina en alls komust 14 frá GM áfram í holukeppnina.

Úrslit úr Kallamótinu

Úrslit úr Kallamótinu

30.06.2018

Kallamótið sem tileinkað var Karli Loftssyni fór fram á Hlíðavelli í dag. Karl Loftsson hefur verið félagsmaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í ótalmörg ár og er einn af okkar dyggustu félögum. Kalli ákvað að styðja rækilega á bakvið klúbbinn og lagði fram verðlaun í mótið til styrktar þeirrar uppbyggingar sem verið hefur í starfsemi GM undanfarið ár.

ÚRSLIT ÚR MS-MÓTINU

ÚRSLIT ÚR MS-MÓTINU

28.06.2018

Þriðja mótið á GM-mótaröðinni, MS-mótið, fór fram á Hlíðavelli í gær. Um 70 kylfingar tóku þátt og léku golf í blíðviðri. Keppt var í punktakeppni, en mikil spenna var í efstu sætunum.

KALLAMÓTIÐ FER FRAM 30. JÚNÍ

KALLAMÓTIÐ FER FRAM 30. JÚNÍ

26.06.2018

Kallamótið fer fram á Hlíðavelli þann 30. júní næstkomandi.

Karl Loftsson hefur verið félagsmaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í ótalmörg ár og er einn af okkar dyggustu félögum.

Kalli ákvað að styðja rækilega á bakvið klúbbinn og lagði fram verðlaun í mótið til styrktar þeirrar uppbyggingar sem verið hefur í starfsemi GM undanfarið ár. Við erum afar þakklát framlagi Kalla og hlökkum til að standa fyrir Kallamótinu næstkomandi laugardag.

BJÖRN ÓSKAR Í LANDSLIÐI ÍSLANDS Á EM

BJÖRN ÓSKAR Í LANDSLIÐI ÍSLANDS Á EM

15.06.2018

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið landsliðin í karla – og kvennaflokki sem taka þátt á Evrópumótinu.

MARÍA SIGRAÐI Á ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐINNI

MARÍA SIGRAÐI Á ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐINNI

04.06.2018

Afrekskylfingar GM stóðu sig frábærlega um helgina.
María Eir Guðjónsdóttir bar sigur úr býtum í flokki 14 ára og yngri stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór á Korpu um helgina. María lék á 78 og 80 höggum sem tryggði henni tveggja högga sigur.

ÚRSLIT ÚR BLIK MÓTINU

ÚRSLIT ÚR BLIK MÓTINU

31.05.2018

2. mót GM-mótaraðarinnar, BLIK mótið, fór fram á Hlíðavelli í gær. Um 90 kylfingar tóku þátt í mótinu og er óhætt að segja að veðrið lék við keppendur.

VIÐUREIGNIR TITLEIST-HOLUKEPPNINNAR

VIÐUREIGNIR TITLEIST-HOLUKEPPNINNAR

29.05.2018

Nú er ljóst hverjir mætast í Titleist-holukeppninni. Holukeppni er leikin í 64-manna úrslitum hjá báðum kynjum. Því miður náðist ekki að fylla í plássin sökum veðurs og aðstæðna og því sitja efstu kylfingar hjá í fyrstu umferð.

ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐIN - RAGNAR MÁR Í FYRSTA SÆTI

ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐIN - RAGNAR MÁR Í FYRSTA SÆTI

28.05.2018

Fyrsta mót ársins á Íslandsbankamótaröðinni fór fram núna um helgina á Strandarvelli á Hellu. Golfklúbbur Mosfellsbæjar átti 14 keppendur í mótinu og stóðu þeir sig allir með stakri prýði.

GOLFNÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN

GOLFNÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN

26.05.2018

Victor Viktorsson PGA golfkennari ætlar að halda golfnámskeið fyrir félagsmenn í GM. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 29. maí og er í 4 skipti. Námskeiðið hentar kylfingum á öllum getustigum.