Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

GLFR VALLARVÍSIR GM

22.04.2019
GLFR VALLARVÍSIR GM

GLFR er nýtt golfforrit sem geymir vallarvísa GM, bæði í Bakkakoti og á Hlíðavelli. Athygli er vakin á því að forritið er frítt.


7 íslenskir golfklúbbar tóku sig saman í vetur við innleiðingu á forritinu á Íslandi.

GLFR er ítarlegur vallarvísir sem hægt er að nálgast í snjallsímum á bæði Android og IOS. Appið tengist svo GPS tækni sem sýnir hversu langt er að holunni, sem og öllum hindrunum og öðru sem þarf að varast á.

Einnig er hægt að nota forritið sem skorkort fyrir þig og meðspilara þína og skráð hringinn beint inná golf.is með einum takka.

Hér er hægt að ná í forritið fyrir Android

Hér er hægt að ná í forritið fyrir Iphone

Hér má sjá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun forritsins:

GLFR leiðbeiningar GM