Mosfellsbær, Ísland

INNGÖNGUTILBOÐ Í GM

15.08.2019
INNGÖNGUTILBOÐ Í GM

Núna er frábær tími til að láta slag standa og skrá sig í skemmtilegasta golfklúbb landsins - Golfklúbb Mosfellsbæjar.

Við erum með frábært inngöngutilboð þar sem þú sækir um og færð strax leikheimild gegn greiðslu árgjalds næsta árs. Þú skuldbindur þig til greiðslu félagsgjalds ársins 2020 og byrjar strax að spila!

Þeir sem skrá sig núna fá leikrétt út núverandi tímabili bæði á Hlíðavelli og í Bakkakoti. Þú verður því félagsmaður GM strax við skráningu.

Greiðsla félagsgjalds 2020 hefst í janúar og greiðist með þremur greiðsluseðlum í janúar, febrúar og mars.

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að vera í GM. Við leggjum afar mikið upp úr innanfélagsmótum. Við höldum glæsilega holukeppni fyrir félagsmenn með flottum verðlaunum og VÍKING-deildin er liðakeppni fyrir félagsmenn. Þar að auki er mikið af skemmtilegum viðburðum fyrir félagsmenn, til að mynda Bændaglímu, Árshátíð, Mastersvöku og fleira skemmtilegt.

Skráðu þig í GM hérna!

Taktu ákvörðun um að ganga til liðs við skemmtilegasta golfklúbb landsins - Golfklúbb Mosfellsbæjar. Við hlökkum til að sjá þig í golfi í Mosfellsbæ!