Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Ingi og Kristófer flugu í gegnum fyrsta stigið

05.10.2023
Ingi og Kristófer flugu í gegnum fyrsta stigið

Ingi Þór Ólafson og Kristófer Karl Karlsson tryggðu sér þátttökurétt á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic mótaröðina en þeir fóru örugglega í gegn um fyrsta stigið.

Mótið fór fram á Greve golfvellinum í Danmörku og komust 26 efstu áfram á lokastig úrtökumótsins sem fram fer dagana 11.-12. október. Lokaúrtökumótið fer fram á Rya golfvellinum í Helsinborg í Svíþjóð.

Ingi (75-71) og Kristófer (74-72) léku hringina samtals á +2 og enduðu í 8-10. sæti.

Lokaúrtökumótið fer fram á Rya golfvellinum í Helsinborg í Svíþjóð 11.-12. október og við óskum Inga og Kristófer góðs gengis.

Hægt er að sjá nánari úrslit mótsins hér.