Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Innanfélagsmótaraðir GM - úrslit

04.10.2023
Innanfélagsmótaraðir GM - úrslit

Líkt og áður fóru fram í sumar þrjár innanfélags mótaraðir hjá okkur og tókust þær virkilega vel.

Það var talsverð aukning á þáttöku í öllum mótum og er það frábært og verður vonandi áframhaldandi aukning á þátttöku í þessum skemmtilegu mótum.

Titleist holukeppnin:

Það voru 101 karl og 38 konur sem hófu leik í Titleist holukeppninni. Þar voru spilaðir margir spenniandi leikir og í lokin voru það þau Lena Ýr Sveinbjörnsdóttir og Björgvin Franz Björgvinsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Björgvin Franz lék til úrslita við Hákon Gunnarsson og endaði á því að sigra 1/0 í spennandi leik.

Í kvennaflokki lék Lena Ýr við Heklu Daðadóttir í úrslitaleiknum og sigraði 2/1.


VITAgolf mótaröðin.

Þátttaka í VITAgolf mótaröðinni var einnig góð, en við viljum að sjálfsögðu sjá fleiri vera með. Það voru rétt um 80 kylfingar sem tóku þátt í ár.

Sigurvegarar eru þau Harpa Sigurbjörnsdóttir og Geir Jón Geirsson og vinna þau sér inn sæti í GM ferðinni okkkar á næsta ári.


VIKING deildin.

VIKING deildin var æsispennandi í ár. Það voru 27 lið sem skráðu sig til leiks í upphafi og því var leikin undankeppni sem var æsispennandi og skemmtileg. Það voru svo 16 lið sem hófu leik og úr varð að Team Family og FÍG léku til úrslita, sem er endurtekning á úrslitaleiknum 2022. Það var Team Family sem stóð uppi sem sigurvegari og vörðu því titil sinn frá því í fyrra. Team family er skipað eftirfarandi kylfingum, Hans Georg Júlíusson, Björn Óskar Guðjónsson, Gunnlaugur Júlííusson, María Eir Guðjónsdóttir, Guðjón Helgi Guðmundsson, Davíð Gunnlaugsson, Björn Óskar Björgvinsson og Ragnar Már Ríkharðsson.

Við óskum sigurvegurum ársins innilega til hamingju með árangurinn. Verðlaunaafhending fer fram líkt og áður á árshátíð klúbbsins sem haldin verður í febrúar.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í sumar kærlega fyrir þáttökuna :)