Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Karlalið GM í 12. sæti á Evrópumeistaramóti golfklúbba

30.10.2023
Karlalið GM í 12. sæti á Evrópumeistaramóti golfklúbba

Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Mosfellsbæjar tók þátt í Evrópumóti Golfklúbba sem fór fram á Troia golfvellinum í Portúgal 26. - 28. október. Lið GM endaði í 12. sæti af 21 í liðakeppninni en krefjandi aðstæður og golfvöllur gerði kylfingum erfitt fyrir í móti þar sem skorið var almennt hátt. Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í golfi 2022, Ingi Þór Ólafson og Kristófer Karl Karlsson skipuðu lið GM og Andri Ágústsson var liðsstjóri.


Frá vinstri: Andri Ágústsson Liðsstjóri, Kristófer Karl Karlsson, Kristján Þór Einarsson og Ingi Þór Ólafson.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur þar sem að tvö bestu skorin af alls þremur hjá hverju liði töldu.

Ingi Þór Ólafson lék á +17 samtals eða 233 höggum (78-83-72) og var í 25. sæti í einstaklingskeppninni. Kristján Þór Einarsson lék einnig á 233 höggum eða +17 (72-83-78). Kristófer Karl Karlsson lék á +25 eða 241 höggum (78-79-84) og endaði hann í 41. sæti.

Við óskum okkar kylfingum til hamingju með fínt mót og flottan árangur í sumar!