Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Kveðja frá kvennanefnd

27.09.2023
Kveðja frá kvennanefnd

Núna er golfsumarið 2023 að líða undir lok og þökkum við nefndin kærlega fyrir ykkur kæru vinkonur fyrir að vera svona duglegar að taka þátt í kvennastarfinu okkar og gera það svona skemmtilegt. Það var margt og mikiðbrallað saman í sumar og erum við nefndin virkilega ánægðar með starfið okkar í ár. Einnig þökkum við styrktaraðilum okkar kærlega fyrir, ómetanlegt.

Dagskráin okkar sumarið 2023 var eftirfarandi:

Púttmótaröð

Kvennastarfið byrjaði í febrúar með púttmótaröð sem stóð yfir í 10 vikur, gaman að segja að það var metþáttaka í ár. Veitt voru svo verðlaun fyrir besta skor (teknir 6 bestu hringirnir).

Vorfagnaður

Kvennanefndin bauð til vorfagnaður sem við kölluðum “ vertu velkomið golfsumarið 2023”

Þar tókum við á móti um 150 konum með léttum drykkjum og veitingum og kynntum sumarstarfsemina okkar. Davíð Baldur golfdómari og sérstakur vinur kvennastarfsins kom og kynnti fyrir okkur aðeins nokkrar grunnreglur og konur fengu tækifæri á að spyrja nokkurra spurninga. Svo næst tók við Andrea Jónsdóttir varformaður golfklúbbsins og veitti okkur skemmtilega innsýn í golfklúbbinn okkar. Þetta var virkilega skemmtilegur viðburður sem var nýjung hjá nefndinni.

Regluleg þriðjudagsspil

Kvennastarfið á frátekið holl alla þriðjudaga frá mai til lok ágúst alltaf milli kl 17 og 18 og þar skrá konur sig í “mót” í gegnum golfboxið. Fyrstu 6 vikurnar áttum við rástíma frá 17-18:30, það er alltaf meira aðsókn fyrstu vikurnar áður en fólk fer í sumarfrí.

Gulur bolti

Skemmti spil, þar spilar hollið sem ein heild og svo spilar alltaf ein konar með gulan bolta á hverri braut. Keppni milli holla.

Vinkvennamót

Núna í ár þá völdum við okkur nýjan golfklúbb fyrir vinkvennamótið og var Golfklúbburinn Leynir eða Leynis konur fyrir valinu. Við byrjuðum á að mæta til þeirra á Akranes í yndislegu veðri og svo komu þær til okkar á Hlíðavöll í ögn verra veðri en engu síður var félagskapurinn frábær. Þá er það þannig að það eru 2 GM konur og 2 Leynis konur í hverju holli. Svo var verðlaunahátið fyrir bæði mótin að loknu seinna mótinu sem var haldið hjá okkur á Blik.

Pilsa og hattamót

Þetta var alveg glænýtt mót hjá okkur og það var svo skemmtilegt að sjá allar konurnar okkar í kjólum og með hatta að spila golf. Reglurnar voru einfaldar, kjóll/pils og hattur og það mátti ekki vera hefðbundinn golffatnaður sem að gerði þetta aðeins erfiðara því að það getur verið erfitt að spila golf í kjól eða pilsi, en þetta var stórskemmtilegt og fengum við yndislegt veður í Bakkakotinu okkar.

Spottamót

Spottamótið hefur verið í nokkur ár og alltaf jafn skemmtilegt.

Rauðhetta

Rauðhettu mótið er mót þar sem ýmsar þrautir eru lagðir á brautina og hefur verið mjög vinsælt.

Því miður þurftum við að aflýsa mótinu sökum rosalegum þrumum og eldingum. Það skondna var að Kolbrún og Rakel voru búnar að fara og setja upp brautina í leiðinda veðri og þurftum að hundskast út aftur og taka allt upp í brjáluðu veðri, en mikið hlógum við í þessum erindagjörðum okkar.

Nýtt nafn verður á þessu móti á næsta ári og verður það kallað „Hefnd nefndarinnar“

Haustferð – lokahóf

Hin árlega haustferð GM Konur var að þessu sinni í Borgarnesi

Upphafleg dagsetning var 2 september en það þurfti að fresta til sunnudags 10 september sökum storm viðvörunar. Við spiluðum í ágætis veðri milli kl 11 og 15 og fórum svo heim með rútu aftur á Blik og þar beið okkar kalkúnahlaðborð, drykkir, kaffi og desert og skemmtum okkur konunglega og það á sunnudegi ???? Svo voru veitt verðlaun, bæði höggleikur og punktakeppni, lengsta drive, nándarverðlaun á 2 holum, fyrirfram ákveðin sætaverðlaun og hin ýmsu útdráttarverðlaun. Samtals vorum við með um 39 verðlaun og þökkum við sérstaklega þeim félagskonum sem gátu lagt til verðlauna, það er ómetanlegt. Við kvöddum 2 nefndarkonur þær Báru og Björk erum búnar að eiga yndislegt samstarf saman og buðum 3 nýjar nefndarkonur velkomnar þær Kolbrún Klöru, Rakel Lind og Þóru Hermanns og hlökkum til samstarfsins með þeim.

Að lokum viljum við þakka fyrir okkur og ykkur í sumar, án ykkar kæru konur væri ekki til kvennanefnd.

Knús & kossar

Kvennanefndin 2022-2023

Bára Einarsdóttir
Björk Jóhannsdóttir
Kolbrún Ýr Árnadóttir
Rakel Ýr Guðmundsdóttir

Styrktaraðilar

Mekka Wine & spirits

A4

Fjallkonan veitingastaður

Apótek veitingastaður

Lowcarb

Innnes

Cutter & buk golffatnaður

Orkan

Taramar

Spa of Iceland

Kjarnafæði

Villimey snyrtivörur

Icepharma-Neostrata

Inga Elín keramik

Unbroken

Verslunartækni

Anna Marta – dásamlegt súkkulaði

Sagaform

Regnbogafræ

Golfklúbbur mosfellsbæjar

Og Natura – gin

GS import

Mjólkursamsalan

N1

Hydroscand

Snyrtivörur frá Gehwol

Landsbankinn

Wurth

Dominos

Nova

Ömmubakstur

Hlöllabátar -miðbæ

Bankinn veitingastaður

Kasbah veitingastaður