Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Kvennasveit GM í 9. sæti á EM klúbba

08.10.2023
Kvennasveit GM í 9. sæti á EM klúbba

Eftir sigur kvennasveitar GM á Íslandsmóti golfklúbba fékk golfklúbburinn þátttökurétt á Evrópumóti golfklúbba sem fór fram 5.-7. október á Pravets golfvellinum í Búlgaríu. Þetta er í annað skiptið í röð sem GM leikur í mótinu enda annað árið í röð sem GM vinnur Íslandsmeistaratitil golfklúbba.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar sendi 3 fulltrúa og voru það Berglind Erla Baldursdóttir, Eva Kristinsdóttir & Sara Kristinsdóttir. Katrín Dögg Hilmarsdóttir þjálfari fór með sem fararstjóri og liðsstjóri.

Leikfyrirkomulag var þriggja daga höggleikur og voru 2 bestu skorin af 3 sem gildu hvern daginn.

Lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar endaði í 9. sæti af 16 liðum á 37 höggum yfir pari en voru aðstæður erfiðar og golfvöllurinn langur. Lið Racing Club de France vann liðakeppnina á 4 höggum yfir pari og voru því öll lið mótsins yfir pari í mótinu. Í einstaklingskeppninni var Eva Kristinsdóttir best í okkar liði en hún endaði á 17 höggum yfir pari í 17. sæti. Sara Kristinsdóttir lék á 20 höggum yfir pari og endaði í 21. sæti. Berglind Erla Baldursdóttir lék á 37 höggum yfir pari og endaði í 34. sæti.

Við óskum fulltrúum GM til hamingju með árangurinn.

Hér má sjá meira um mótið.