Mosfellsbær, Ísland

Leik lokið í 3. flokki karla

09.07.2022
Leik lokið í 3. flokki karla

Í gær lauk leik hjá 3. flokki karla og var hart barist.

Þegar upp var staðið voru þrír kylfingar efstir og jafnir. Fóru þeir því í umspil til þess að skera úr um efstu þrjú sæti flokksins.

Var sú keppni mjög spennandi og það var hann Kristinn Viðar Sveinbjörnsson sem stóð uppi sem sigurvegari.

3. flokkur karla.

1. sæti - Kristinn Viðar Sveinbjörnsson

2. sæti - Elvar Snær Ólafsson

3. sæti - Freyr Hólm Ketilsson


Óskum við þeim kærlega til hamingju með árangurinn.