Mosfellsbær, Ísland

MARÍA SIGRAÐI Á ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐINNI

04.06.2018
MARÍA SIGRAÐI Á ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐINNI

Afrekskylfingar GM stóðu sig frábærlega um helgina.


María Eir Guðjónsdóttir bar sigur úr býtum í flokki 14 ára og yngri stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór á Korpu um helgina. María lék á 78 og 80 höggum sem tryggði henni tveggja högga sigur. Hún fékk 42 og 43 punkta sem skilaði henni einnig forgjafarlækkun!


Björn Óskar Guðjónsson, bróðir Maríu, tapaði í bráðabana á móti Birgi Birni Magnússyni (GK) í flokki 19-21 árs drengja og endaði því í öðru sæti (72, 72, 73).


Sverrir Haraldsson lék á einu höggi undir pari (68, 69, 78) og endaði í öðru sæti í flokki 17-18 ára drengja og Kristófer Karl Karlsson lék á tveimur höggum yfir pari (75, 72, 71) sem skilaði honum þriðja sætinu.

Við óskum kylfingunum okkar innilega til hamingju með frábæran árangur!