Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

NÝTT FJÖLSKYLDUGJALD - NÝJUNG HJÁ GM

16.03.2020
NÝTT FJÖLSKYLDUGJALD - NÝJUNG HJÁ GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar kynnir til leiks nýtt fjölskyldugjald. Með þessu vill GM stuðla að því að öll fjölskyldan geti leikið golf saman og notið alls þess sem besta sem við höfum upp á að bjóða.

Þegar að báðir foreldrar barna 18 ára og yngri eru meðlimir í GM þá þurfa þeirra börn ekki að borga neitt árgjald. Þetta á að sjálfsögðu líka við einstæða foreldra sem eru einu fyrirvinnur heimilisins.

Viljum við með þessu hvetja alla þá foreldra sem eru nú þegar meðlimir í GM að skrá sín börn í klúbbinn endurgjaldslaust. Einnig viljum við hvetja maka GM félaga sem ekki eru í golfklúbb að skrá sig í GM og þá fá börnin frítt árgjald.

GM er golfklúbbur fjölskyldunnar og hér fer fram mikið og öflugt barna og unglingastarf þar sem hægt er að æfa undir handleiðslu frábærra þjálfara allt árið um kring. GM er með tvö glæsileg golfvallasvæði á Hlíðavelli og í Bakkakoti. Við höfum upp á að bjóða glæsilega inniæfingaaðstöðu ásamt golfhermum.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er öflugur og flottur valkostur fyrir kylfinga á öllum aldri og er einstaklega fjölskylduvænn golfklúbbur. Hér er nægt úrval rástíma og golfvöllurinn okkar í Bakkakoti er frábær fyrir byrjendur sem og lengri komna.

Allar nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á golfmos@golfmos.is, einnig má hringja í síma 5666999 á skrifstofutíma, eða milli kl. 09.00 og 16:00.