Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Nick Carlson sigraði á Next mótaröðinni

27.02.2024
Nick Carlson sigraði á Next mótaröðinni

Nick Carlson afrekskylfingur í GM gerði sér lítið fyrir og sigraði á síðasta móti í NEXT mótaröðinni sem leikin er í Trackman golfhermunum. Nick spilaði virkilega gott golf og endaði á níu undir pari.

Hringurinn gekk vel og hann fór vel af stað, spilaði gott golf og var með gott leikplan sem skilaði sér í fjórum fuglum í röð á holum 3 - 6. Á níundi vippaði hann svo boltanum í fyrir fugli og var þar kominn í forystu í mótinum ásamt öðrum kylfingum. Þarna var Nick búinn að spila virkilega vel og allt að ganga upp hjá honum. Hann hélt áfram að spila vel en kom sér svo í talsverð vandræði þegar hann setti upphafshöggið sitt í vatn. Þarna leit þetta ekkert sérstaklega vel út fyrir hann en þá gerði hann sér lítið fyrir og setti næsta högg ofaní og tryggði sér fugl. Höggið var 268 metra langt með brautartré og beint í holu, stórkostlegur fugl. Svo fylgdi í kjölfarið fugl á 17. braut og gott par á 18.

Hér má sjá myndband af því hvernig hann lék holu 16 :) Draumahöggið!

Eftir að NIck hafði lokið leik voru ennþá nokkrir dagar eftir af mótinum þannig að biðin var stressandi sem það fór þannig að okkar maður hafði sigur og óskum við honum kærlega til hamingju!

Það er virkilega mikils virði að vinna mót á þessari mótaröð, verðlaunaféð er gott og þetta léttir talsvert undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera atvinnumaður í golfi. Það er mikið af ferðalögum sem tengjast því að keppa í mótum og þess háttar.

Það er eitt mót eftir á mótaröðinni og á hann góða möguleiki á því að enda í efsta sæti stigalistans ef hann spilar vel á lokamótinu. Það er mikið í húfi að enda efstu þar. Sigurvegari mótaraðarinnar fær boð í þrjú mót á Challenge Tour mótaröðínni og eitt mót á DP World Tour sem er evrópska mótaröðin.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkur manni og vonum við svo sannarlega að honum gangi vel í lokamótinu.

Nick verður vonandi talsvert hjá okkur í sumar og kemur þá inn í þjálfarahópinn okkar ásamt því að sinna almennri kennslu.