Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Pamela Ósk lék á heimsmeistaramóti stúlkna

09.10.2023
Pamela Ósk lék á heimsmeistaramóti stúlkna

Pamela Ósk Hjaltadóttir landsliðsstúlka úr Golfklúbbi Mosfellsbæ var valin í þriggja manna stúlknalið Íslands til að leika á Heimsmeistaramótinu sem fór fram í Brampton vellinum í Kanada 4.-7. október síðastliðinn. Í íslenska liðinu voru þær Helga Signý Pálsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir með Pamelu í liði. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensku liði er boðið að taka þátt á þessu móti.

Leiknar voru 72 holur og gildu tvö bestu skorin í á hverjum hring í hverju liði í liðakeppninni en einnig var haldið utanum einstaklingsskor í mótinu. Brampton golfvöllurinn var langur, karginn þykkur og flatirnar hraðar sem gerði erfitt fyrir bestu kylfingum heims í mótinu.

Íslenska liðið endaði í 20. sæti á 47 höggum yfir pari.

Pamela Ósk lék hringina fjóra á 41 höggi yfir pari (85 76 86 78) og endaði í 63. sæti. Perla Sól lék best íslensku stúlknanna en hún endaði í 21. sæti á 12 höggum yfir pari samtals.

Við óskum stúlknalandsliði Íslands innilega til hamingju með þessa fyrstu innkomu inn á Heimsmeistaramótið í golfi.

Meira um mótið má finna hér.