Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Staðarreglur Bakkakots

PDF til prentunar - Staðarreglur Bakkakotsvallar


Staðarreglur Bakkakot.


1. Vallarmörk
Vallarmörk eru girðingarstaurar og hvítir hælar. Á milli 4. og 7. brautar er vegur sem liggur gegnum völlinn og er hann utan vallar. Við leik á 4. braut eru vallarmörk við girðingu vinstra megin brautar, en við leik á 7. braut liggja vallarmörk skv. hvítum hælum og hvítu striki hægra megin við teig og yfir veginn, en hinum megin vegar eru vallarmörk girðing og hvítir hælar hægra megin brautar.


2. Vítasvæði
Allt vítasvæði innan vallar eru merktar með rauðum hælum eða rauðum strikum á jörðinni.


3. Hindranir og hluti vallar
Bönd og staurar/hælar sem notaðir eru á vellinum til að stýra umferð eru óhreyfanlegar hindranir, sem og jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði og fjarlægðamerkingar/-hælar. Leikmaður skal taka lausn í samræmi við reglu 16.1.
Rauðir hælar sem marka vítasvæði og bláir hælar sem marka óeðlilegt ástand vallar eru hreyfanlegar hindranir og skal leikmaður taka lausn skv. Reglu 15.2.


4. Hreiður fugla / Ónæði af kríum
Hreiður fugla á leið þar sem fuglar liggja enn á eggjum eða eru með unga eru grund í aðgerð og nær grundin þrjár kylfulengdir út fyrir hreiðrið eða hreiðurstæðið. Leyfilegt er að halda regnhlíf eða kylfu fyrir kylfing til verndar gegn árásum fugla.


5. Hreyfingar og fallreitir
Bolta á snöggslegnu svæði má vítalaust, lyfta og hreinsa og leggja aftur innan kylfulengdar. Á flöt má merkja og færa bolta um púttershaus. Leikmaður má leggja bolta sinn aðeins einu sinni í hvert sinn.
Á þeim stöðum sem fallreiti er að finna vegna óhreyfanlegra hindrana má nýta þá sem valkost við þær lausnir sem regla 16.1 gerir ráð fyrir til lausnar án vítis. Fallreitinn á 6. braut má einnig nýta sem valkost til að taka lausn frá vítasvæðinu sem þar er, en það er þá gegn einu höggi í víti.


6. Rafmagnslínur
Lendi bolti leikmanns í rafmagnslínu á 4. eða 5. braut skal höggið endurtekið vítislaust.


Viðbót við staðarreglur Bakkakotsvallar.
Lausn á gagnstæðri hlið vítasvæðis
Ef bolti leikmanns við leik á 7. braut, fer inn í vítasvæðið, sem er í kringum veginn á milli 4. og 7. brautar, frá 7. brautinni og stöðvast innan vítasvæðisins, eða er nánast öruggt að hafi stöðvast og týnst innan vítasvæðisins, má leikmaður taka hliðarlausn frá gagnstæðri hlið vítasvæðisins, þ.e. þeim megin sem 4. brautin er, auk þeirra lausna sem 17. golfregla heimilar.

Viðmiðunarpunktur lausnar er þá 4. brautar megin við mörk vítasvæðisins sem er jafn langt frá flaggi 4. brautar og sá punktur er þar sem boltinn fór inn í vítasvæðið frá 7. brautinni.

Víti fyrir brot á staðarreglu er almennt víti: 2 högg í höggleik en holutap í holukeppni.