Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 6°C - 4 m/s

Fréttir

FUNDUR UM GOLF, LÝÐHEILSU OG HREYFINGU Í MOSFELLSBÆ

FUNDUR UM GOLF, LÝÐHEILSU OG HREYFINGU Í MOSFELLSBÆ

04.05.2018

Þann 8. maí nk. fer fram opinn fundur á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar og er fundarefnið golfið, lýðheilsa og hreyfing í bæjarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Kletti – Íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar á Blikastaðanesi og hefst kl. 20.00.

Á síðustu árum hefur orðið skýrara og skýrara hversu miklu máli skiptir fyrir heilsu almennings að stunda útiveru og hreyfingu. Á það við um alla aldurshópa jafnt unga sem aldna. En þegar aldur færist yfir og fólk fullorðnast dregur oft úr útiveru og hreyfingu sem og annarri íþróttaiðkun.

ÚRSLIT 1. MAÍ MÓTS GM OG ECCO

ÚRSLIT 1. MAÍ MÓTS GM OG ECCO

01.05.2018

Hlíðavöllur opnaði inn á sumarflatir fyrir alla kylfinga í dag með árlegu 1. maí móti. Veðrið var ekki eins best var á kosið en þrátt fyrir það mættu 180 kylfingar til leiks. Leikur hófst kl. 7:30 og var ræst út til 16:00. Við þökkum fyrir frábært mót, en vilji og gleði einkenndi leik keppenda í dag.

VINNUKVÖLD Á HLÍÐAVELLI

VINNUKVÖLD Á HLÍÐAVELLI

26.04.2018

Nú styttist allverulega í opnun vallarsvæðanna okkar. Áætluð opnun á Hlíðavelli fyrir félagsmenn er laugardaginn 28. apríl næstkomandi. Þann 1. maí opnar síðan völlurinn með hinu vinsæla 1.maí móti.

MASTERSVAKA GM SUNNUDAGINN 8. APRÍL

MASTERSVAKA GM SUNNUDAGINN 8. APRÍL

04.04.2018

Þá er loksins komið að því! Fyrsta risamót ársins, The Masters hefst á morgun.

Mastersvaka GM fer fram sunnudaginn 8. apríl þegar lokahringurinn verður leikinn. Fyrir marga kylfinga markar þetta mót upphaf golfsumarsins og er fastur punktur í tilverunni að horfa á samviskusamlega frá upphafi til enda.

BJÖRN ÓSKAR Í 3. SÆTI Á STERKU HÁSKÓLAMÓTI

BJÖRN ÓSKAR Í 3. SÆTI Á STERKU HÁSKÓLAMÓTI

27.03.2018

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, lék frábærlega á Lake Charles Invitational mótinu, sterku háskólamóti ásamt liðsfélögum sínum í Louisiana Lafayette háskólanum. Björn lék fyrstu tvo hringina á samtals fjórum höggum undir pari og var jafn í fimmta sæti fyrir lokahringinn í dag.

Björn byrjaði lokahringinn af krafti, með tveimur fuglum á þremur fyrstu holunum. Hann lauk leik á fjórum höggum undir pari í dag, en alls krækti hann í sex fugla og tvo skolla. Þetta var besti hringur Björns í háskólagolfinu hingað til.

BJÖRN Í TOPPBARÁTTUNNI Í HÁSKÓLAGOLFINU

BJÖRN Í TOPPBARÁTTUNNI Í HÁSKÓLAGOLFINU

27.03.2018

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, hefur leikið frábærlega síðustu tvo daga á Lake Charles Invitational mótinu, sterku háskólamóti ásamt liðsfélögum sínum í Louisiana Lafayette háskólanum.

Björn lék fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari og þremur höggum undir pari sem var jafnframt besti hringurinn hans í háskólagolfinu. Hann leikur á fjórum höggum undir pari í heildina og er jafn í 5. sæti mótsins fyrir síðasta hringinn.

1. MAÍ MÓT GM OG ECCO

1. MAÍ MÓT GM OG ECCO

22.03.2018

1 maí mót GM og Ecco fer fram á Hlíðavelli þriðjudaginn 1. maí. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf en glæsilegir vinningar frá Ecco eru í verðlaun.

METÞÁTTTAKA Á PÁSKABINGÓI GM

METÞÁTTTAKA Á PÁSKABINGÓI GM

20.03.2018

Páskabingó GM fór fram í íþróttamiðstöðinni Kletti þriðjudaginn 19. mars. Bingóið var opið öllum, en um 150 börn og fullorðnir mættu og tóku þátt í fjörinu og frábærri stemningu. Í verðlaun voru glæsileg páskaegg frá Nóa Síríus sem slógu í gegn hjá sigurvegurunum.

Boðið var upp á pizzahlaðborð öllum til mikillar ánægju.

Óhætt er að segja að mætingin var framar okkar björtustu vonum, en í ár mættu þrefalt fleiri en í fyrra.

Við þökkum frábærar viðtökur og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!

MEISTARAMÓT GM 2018 - SKRÁNING HAFIN!

MEISTARAMÓT GM 2018 - SKRÁNING HAFIN!

28.02.2018

Nú þegar vallarsvæði GM eru að skríða úr vetrarbúningi ætlum við að hefja skráningu í Meistaramót GM árið 2018. Eins og flestir félagsmenn vita þá er Meistaramótið stærsta og skemmtilegasta mót ársins og eitthvað sem enginn félagsmaður má láta fram hjá sér fara.

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

15.02.2018

94. ársþing UMSK var haldið 13. febrúar hefð samkvæmt. Veittar voru ýmsar viðurkenningar, bæði fyrir íþróttir og störf innan hreifingarinnar. 1. apríl 2016 var tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Um 14 mánuðum síðar eða um miðjan júní 2017 var húsnæðið tekið í notkun. Það má segja að hér hafi verið unnið þrekvirki sem margir félagsmenn GM komu að. Að öllum öðrum ólöstuðum má með sanni segja, að Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdarstjóri GM, hafi leitt verkið og haldið því gangandi með eljusemi og óþrjótandi vilja og krafti. Gunnar á allan heiður skilið.