Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 6°C - 2 m/s

Fréttir

SKRÁÐU ÞIG Í GM FYRIR ÁRIÐ 2019 OG SPILAÐU FRÍTT ÚT ÁRIÐ 2018

SKRÁÐU ÞIG Í GM FYRIR ÁRIÐ 2019 OG SPILAÐU FRÍTT ÚT ÁRIÐ 2018

20.08.2018

Skráðu þig í GM fyrir árið 2019 og spilaðu frítt út árið 2018!

Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður nýja félagsmenn velkomna í GM með frábæru inngöngutilboði. Þeir sem skrá sig núna fá leikheimild út núverandi tímabili bæði á Hlíðavelli og í Bakkakoti. Þú verður félagsmaður GM strax!

Með tilboðinu skuldbindur félagsmaður sig til greiðslu félagsgjalds 2019.

ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA - 4 SVEITIR Í VERÐLAUNASÆTI

ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA - 4 SVEITIR Í VERÐLAUNASÆTI

20.08.2018

GM átti fulltrúa á Íslandsmótum golfklúbba víðsvegar um landið um helgina.

Flokkar 18 ára og yngri drengja, 18 ára og yngri stúlkna og 15 ára og yngri telpna léku í Vestmanneyjum. GM átti fulltrúa í öllum flokkum en tvær sveitir voru í 15 ára og yngri stúlkna.

Sveitir 18 ára og yngri drengja og 15 ára og yngri stúlkna (A) léku úrslitaleiki við GR. Báðir leikirnir voru æsispennandi og enduðu með silfurmedalíum hjá okkar fólki. Sveit 18 ára og yngri stúlkna hafnaði í 3. sæti.

LIÐ GM Í ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA 50 ÁRA OG ELDRI KARLAR

LIÐ GM Í ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA 50 ÁRA OG ELDRI KARLAR

15.08.2018

GM sendir lið til keppni í Íslandsmót golfklúbba í flokki 50 ára og eldri karla. GM leikur í 1. deild en keppnin fer fram í Grindavík dagana 17. - 19. ágúst. GM varð Íslandsmeistari 2017 í flokki 50 ára og eldri og eigum við því titil að verja.

Lið GM skipa:

Lárus Sigvaldason
Halldór Friðgeir Ólafsson
Erlingur Arthúrsson
Kári Tryggvason
Eyþór Ágúst Kristjánsson
Jón Þorsteinn Hjartarson
Hans Isebern
Victor Viktorsson
Hilmar Harðarsson

Liðsstjóri: Ármann Sigurðsson

Óskum okkar mönnum góðs gengis!

ÚRSLIT ÚR GOLFBRAUTARMÓTINU

ÚRSLIT ÚR GOLFBRAUTARMÓTINU

14.08.2018

Golfbrautarmótið fór fram í Bakkakoti miðvikudaginn 8. ágúst.

Óhætt er að segja að mikil spenna hafi verið, en 4 kylfingar voru jafnir með 38 punkta. Þá ræður punktafjöldi á seinni 9 holunum.

GOLFBRAUTARMÓTIÐ 8. ÁGÚST

GOLFBRAUTARMÓTIÐ 8. ÁGÚST

07.08.2018

6. mót GM-mótaraðarinnar, Golfbrautarmótið fer fram í Bakkakoti miðvikudaginn 8. ágúst.

Keppnisfyrirkomulag á GM mótaröðinni er punktakeppni með forgjöf og er hæst gefin 36 í forgjöf hjá konum og 32 hjá körlum.

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun á par 3 holum.

LIÐ GM Í ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA  50 ÁRA OG ELDRI KONUR

LIÐ GM Í ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA 50 ÁRA OG ELDRI KONUR

02.08.2018

GM sendir lið til keppni í Íslandsmót golfklúbba í flokki 50 ára og eldri kvenna eins og undanfarin ár. GM leikur í 2. deild en keppnin fer fram á Akureyri dagana 17. - 19. ágúst.

Lið GM skipa:

Rut Marsibil Héðinsdóttir
Margrét Óskarsdóttir
Petrún Björg Jónsdóttir - Liðsstjóri
Guðrún Leósdóttir
Agnes Ingadóttir
Edda Herbertsdóttir

Óskum okkar konum góðs gengis!

SVEITIR GM Á ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA

SVEITIR GM Á ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA

30.07.2018

Íslandsmót golfklúbba fer fram 10. - 12. ágúst.

Lið GM í karla-og kvennaflokki leika í 1. deild en karlar leika á Garðavelli á Akranesi og konur á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Þjálfarar GM hafa valið sveitirnar, en þær eru skipaðar eftirtöldum leikmönnum:

ÚRSLIT ÚR TAPAS-MÓTINU

ÚRSLIT ÚR TAPAS-MÓTINU

26.07.2018

Tapas-mótið fór fram á Hlíðavelli 25. júlí, en mótið er fimmta mót GM-mótaraðarinnar,

Um 65 kylfingar mættu til leiks.

NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR GM

NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR GM

23.07.2018

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 20.-22. júlí, en GM átti 19 fulltrúa af mótinu, þar af 10 stelpur. Leikinn var höggleikur sem skar úr um hverjir komust í holukeppnina en alls komust 14 frá GM áfram í holukeppnina.

Úrslit úr Kallamótinu

Úrslit úr Kallamótinu

30.06.2018

Kallamótið sem tileinkað var Karli Loftssyni fór fram á Hlíðavelli í dag. Karl Loftsson hefur verið félagsmaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í ótalmörg ár og er einn af okkar dyggustu félögum. Kalli ákvað að styðja rækilega á bakvið klúbbinn og lagði fram verðlaun í mótið til styrktar þeirrar uppbyggingar sem verið hefur í starfsemi GM undanfarið ár.