Mosfellsbær, Ísland

Fréttir

RÁSTÍMAÁÆTLUN MEISTARAMÓTS 2019

RÁSTÍMAÁÆTLUN MEISTARAMÓTS 2019

20.06.2019

Búið er að gefa út drög að rástímaáætlun fyrir Meistaramót GM 2019, en hana má sjá hér.

Skráningafrestur í Meistaramót rennur út föstudaginn 28. júní, skráning fer fram hér.

ÚRSLIT ÚR OPNA ÞJÓHÁTÍÐARMÓTI ALI

ÚRSLIT ÚR OPNA ÞJÓHÁTÍÐARMÓTI ALI

18.06.2019

Opna Þjóðhátíðarmót Ali fór fram í Bakkakoti á Þjóhátíðardaginn 17. júní, en veðrið lék við keppendur.

Verðlaunahafar mega sækja gjafabréfin í Klett frá og með 18. júní.

KRISTÓFER OG SVERRIR ÍSLANDSMEISTARAR Í HOLUKEPPNI

KRISTÓFER OG SVERRIR ÍSLANDSMEISTARAR Í HOLUKEPPNI

18.06.2019

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík helgina 14.-16. júní, en GM átti 14 fulltrúa í mótinu. Leikinn var höggleikur á föstudag og eiginleg holukeppni laugardag og sunnudag.

OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓT ALI

OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓT ALI

12.06.2019

Opna Þjóðhátíðarmót Ali er létt og skemmtilegt 9 holu golfmót sem tekur stuttan tíma á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Mótið er punktamót með forgjöf og má spila fleiri en einn hring ef kylfingar kjósa og greiða þeir þá fyrir hvern leikinn hring. Kylfingar geta þó einungis orðið í einu verðlaunasæti. Keppnisgjald er 2.900 kr fyrir fyrsta hring. Ef kylfingar kjósa að leika fleiri hringi þá er greitt 1.900 kr fyrir seinni hring.

UPPRÖÐUN LEIKJA Í TITLEIST HOLUKEPPNINNI 2019

UPPRÖÐUN LEIKJA Í TITLEIST HOLUKEPPNINNI 2019

27.05.2019

Nú er ljóst hverjir mætast í Titleist-holukeppninni. Holukeppnin er leikin í 64-manna úrslitum hjá körlum en 32-manna úrslitum hjá konum.

VAL OG STIGAGJÖF Í LIÐ ELDRI KYLFINGA GM

VAL OG STIGAGJÖF Í LIÐ ELDRI KYLFINGA GM

24.05.2019

Nú þegar líða fer á sumarið hvetur GM félagsmenn til þess að taka þátt í starfinu og þeim viðburðum sem eru á döfinni í sumar. Þeir kylfingar sem hafa metnað til þess að skipa lið GM í Íslandsmóti golfklúbba eru hvattir til að taka þátt í þeim mótum sem gilda á stigalista eldri kylfinga.

6 af 9 kylfingum sem skipa liðin munu tryggja sæti sitt í gegnum stigalista eldri kylfinga. Við stigagjöf er ávalt miðað við höggleik án forgjafar. Á stigalista eldri kylfinga gilda eftirfarandi mót.

SUMARNÁMSKEIÐ BARNA 2019

SUMARNÁMSKEIÐ BARNA 2019

23.05.2019

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru með nýju sniði en þau eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður farið í sund og fjöruferðir og ýmislegt fleira skemmtilegt!

UMGENGNI VALLARSVÆÐA

UMGENGNI VALLARSVÆÐA

21.05.2019

Sumarið fer vel af stað á vallarsvæðum GM en þó hefur borið á virðingarleysi við vallarstarfsmenn þegar þeir eru við störf. Þá má helst nefna að slegið sé í átt að vallarstarfsmönnum, sem setur starfsmenn í mikla hættu. Því viljum við taka af allan vafa um það að vallarstarfsmenn séu í rétti og skulu kylfingar bíða þar til vallarstarfsmenn hafa lokið vinnu og farnir úr höggfæri. Á þetta við í öllum tilfellum.

GÓÐUR ÁRANGUR Á FYRSTA MÓTI ÁRSINS

GÓÐUR ÁRANGUR Á FYRSTA MÓTI ÁRSINS

20.05.2019

Um helgina fór fram fyrsta mót ársins á Íslandsbankamótaröðinni, mótaröð unglinga. Kylfingar frá GM stóðu sig afar vel og sigruðu Kristófer Karl og Sverrir Haraldsson í sínum flokkum.

TITLEIST HOLUKEPPNIN 2019

TITLEIST HOLUKEPPNIN 2019

14.05.2019

Titleist Holukeppnin 2019 | Forkeppni Hefst Á Laugardaginn!