Mosfellsbær, Ísland

Fréttir

RAGNAR MÁR SIGRAÐI Á SPÁNI

RAGNAR MÁR SIGRAÐI Á SPÁNI

26.04.2019

Ragnar Már Ríkarðsson og Sverrir Haraldsson léku báðir í European Spring mótinu á Global Junior mótaröðinni sem fram fór á La Serena vellinum á Spáni. Leiknar voru 54 holur í mótinu og stóðu okkar menn sig vel.

ÚRSLIT ÚR OPNA GOLFKÚLUR.IS

ÚRSLIT ÚR OPNA GOLFKÚLUR.IS

25.04.2019

Opna Golfkúlur.is mótið fór fram á Hlíðavelli á Sumardaginn fyrsta, en opnað var inn á sumarflatir á Hlíðavelli. Veðrið var gott, sól, hlýtt og svolítill vindur, en 174 keppendur mættu til leiks, en fullt var í mótið.

Leikfyrirkomulag var betri bolti punktakeppni og voru mörg lið sem léku vel.

VINAVELLIR GM 2019

VINAVELLIR GM 2019

24.04.2019

Samið hefur verið við golfklúbba fyrir 2019 víðsvegar um landið um vinavelli og eiga félagsmenn kost á að spila golf á völlum hringinn í kringum landið!

Þegar félagsmenn GM leika á vinavöllum er nauðsynlegt að framvísa félagsskírteini og ganga frá greiðslu vallargjalds áður en leikur hefst.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að nýta sér vinavallaafslátt ef kylfingur er hluti af hóp sem samið hefur um ákveðið gjald fyrir fram.

GLFR VALLARVÍSIR GM

GLFR VALLARVÍSIR GM

22.04.2019

GLFR er nýtt golfforrit sem geymir vallarvísa GM, bæði í Bakkakoti og á Hlíðavelli. Athygli er vakin á því að forritið er frítt.

7 íslenskir golfklúbbar tóku sig saman í vetur við innleiðingu á forritinu á Íslandi.

GLFR er ítarlegur vallarvísir sem hægt er að nálgast í snjallsímum á bæði Android og IOS. Appið tengist svo GPS tækni sem sýnir hversu langt er að holunni, sem og öllum hindrunum og öðru sem þarf að varast á.

FULLT Í VÍKING-DEILDINA - SKRÁNING Á BIÐLISTA

FULLT Í VÍKING-DEILDINA - SKRÁNING Á BIÐLISTA

17.04.2019

Fullt er í Víking-deildina, liðakeppni Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Alls var laust fyrir 16 lið, en nú hefur verið opnað fyrir biðlista. Víking-deildin er eitt skemmtilegasta mót GM, en mótið er leikið yfir allt sumarið.

MASTERSVAKA GM

MASTERSVAKA GM

25.03.2019

Nú fer eitt þekktasta og skemmtilegasta golfmót ársins að byrja í Georgíu fylki, Masters meistaramótið. Að tilefni þessa skemmtilega móts ætlum við eins og áður að halda Mastersvöku fyrir félagsmenn.

Í boði verða sérstök Masters tilboð svo að félagsmenn geti gætt sér á góðum mat á meðan á mótinu stendur. Við hvetjum við alla sem vilja koma að láta sjá sig því stemningin sem myndast er ætíð frábær.

Sýnt verður beint frá mótinu í hliðarsal Kletts fyrstu þrjá dagana, en sunnudaginn 14. apríl verður lokahringurinn sýndur í aðalsal Kletts.

NÁMSKEIÐ Í NÝJU GOLFREGLUNUM FYRIR FÉLAGSMENN

NÁMSKEIÐ Í NÝJU GOLFREGLUNUM FYRIR FÉLAGSMENN

25.03.2019

Dagana 4. og 16. apríl munu golfdómarar GM standa fyrir kynningu á þeim breytingum sem urðu á golfreglunum í byrjun þessa árs. Námskeiðið mun fara fram í hliðarsal Kletts og standa yfir í 2,5 klst.

PÚTTMÓTARÖÐ KVENNANEFNDAR LAUK MEÐ MIKILLI SPENNU

PÚTTMÓTARÖÐ KVENNANEFNDAR LAUK MEÐ MIKILLI SPENNU

21.03.2019

Kvennanefnd GM hefur staðið fyrir púttmótaröð í vetur en henni lauk á þriðjudaginn með mikilli spennu.

Andrea Jónsdóttir bar sigur úr býtum á glæsilegu skori, 22 púttum. Edda Herbertsdóttir lauk leik með 25 pútt, en Ingó og Sigga Maja luku leik með 26 pútt.

Þessi 22 pútt urðu til þess að Andrea og Sigga Maja þurftu að fara í bráðabana. Báðar voru þær á 26,83 púttum að meðaltali eftir 6 skipti. Eftir æsispennandi 5 holu bráðabana voru þær jafnar en Sigga Maja hafði betur að lokum.

GOLFVERSLUN GM OPNAR 11. APRÍL

GOLFVERSLUN GM OPNAR 11. APRÍL

18.03.2019

Golfverslun GM opnar fimmtudaginn 11. apríl í Kletti, en eins og síðustu ár verður fjölbreytt úrval af allskyns varningi fyrir kylfinga. Boðið verður upp á fatnað og skó frá FootJoy, 66° og Ecco, auk þess sem hægt verður að kaupa golfkúlur, tí, hanska og aðra aukahluti.


DRÖG AÐ MÓTASKRÁ GM 2019

DRÖG AÐ MÓTASKRÁ GM 2019

17.03.2019

Hér fyrir neðan má sjá drög að Mótaskrá GM 2019. Þar má finna dagsetningar helstu móta ársins, til að mynda Meistaramót, Bændaglímu og fleira.

Allar nánari upplýsingar um mótin eru birtar undir mótaskrá á golf.is