Mosfellsbær, Ísland

Fréttir

KEPPNISSVEITIR ELDRI KYLFINGA

KEPPNISSVEITIR ELDRI KYLFINGA

13.08.2019

Dagana 16. - 18. ágúst fer Íslandsmót golfklúbba í flokki kylfinga 50 ára og eldri fram. Karlalið GM keppir á Flúðum en kvennalið GM keppir á Öndverðanesi.

NÍNA BJÖRK ÍSLANDSMEISTARI 35+ 2019

NÍNA BJÖRK ÍSLANDSMEISTARI 35+ 2019

12.08.2019

Íslandsmót +35 fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019 í Grafarholti. Keppnisrétt höfðu þeir kylfingar sem eru fæddir á árinu 1984 eða fyrr. Nína endaði í þriðja sæti í mótinu og varð í leiðinni Íslandsmeistari 35 ára og eldri.

KEPPNISSVEITIR GM

KEPPNISSVEITIR GM

23.07.2019

Keppnissveitir GM fyrir Íslandsmót golfklúbba árið 2019

GREENKEEPERS REVENGE 2019

GREENKEEPERS REVENGE 2019

16.07.2019

Hefnd vallarstjóra eða Greenkeepers' revenge, fer fram á Hlíðavelli 2. ágúst. Mótið er vægast sagt óhefðbundið, en vallarstjórar GM fá í þetta eina skipti að gera völlinn eftir sínu höfði, sem getur verið mjög skemmtilegt og krefjandi. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og var mjög vel heppnað.

TAGMARSHAL VALLAREFTIRLIT Á HLÍÐAVELLI

TAGMARSHAL VALLAREFTIRLIT Á HLÍÐAVELLI

11.07.2019

Núna í vor tókust samningar milli GM og fyrirtækisins Tagmarshal um að tækni Tagmarshal verði tekin til prófanna við íslenskar aðstæður núna í sumar á Hlíðavelli.

Tagmarshal er alþjóðlegt fyrirtæki frá Suður Afríku sem býður upp á búnað til að fylgjast með leikhraða og flæði á golfvöllum hjá yfir 200 golfklúbbum um allan heim. Má þar t.d. nefna Pebble Beach, Erin Hills, fjöldamörgum PGA vallarsvæðum og Whistling Straits – svo eitthvað sé nefnt.

Tagmarshal mun lána GM búnaðinn til að nota í sumar. Eftir sumarið verður farið yfir niðurstöðurnar og árangurinn áður en frekari ákvörðun verður tekinn um notkun búnaðarins til framtíðar.

ÚRSLIT ÚR MEISTARAMÓTI GM

ÚRSLIT ÚR MEISTARAMÓTI GM

08.07.2019

Meistaramót GM fór fram dagana 1. – 6. júlí á Hlíðavelli. Alls tóku um 250 félagsmenn þátt í mótinu frá 6 ára aldri upp í öldungaflokka. Mótið gekk frábærlega og mátti finna skemmtilegan félagsanda í Kletti alla keppnisdagana sama hvernig viðraði. Meistaramótinu lauk með glæsilegu lokahófi á laugardag þar sem keppendur áttu skemmtilegt kvöld með glæsilegum veitingum og dansi fram á nótt undir dyggum leik GM bandsins, en einnig voru klúbbmeistarar GM krýndir.

RÁSTÍMAR 5. KEPPNISDAGS MEISTARAMÓTS - FÖSTUDAG

RÁSTÍMAR 5. KEPPNISDAGS MEISTARAMÓTS - FÖSTUDAG

04.07.2019

Áætlaðir rástímar föstudagsins hafa riðlast aðeins frá birtri áætlun. Hérna fyrir neðan er hægt að sjá áætlað ráshólf hvers flokks fyrir sig.

RÁSTÍMAR 3. KEPPNISDAGS MEISTARAMÓTS GM

RÁSTÍMAR 3. KEPPNISDAGS MEISTARAMÓTS GM

02.07.2019

Vegna stærðar flokka sem leika á 3. keppnisdegi Meistaramóts GM, miðvikudaginn 3. júlí, mun áætluðum rástímum flestra flokka seinka umtalsvert. Þessi dagur er allra stærsti dagur vikunnar enda enginn flokkur sem lokið hefur leik. Mun færri keppendur eru í flokki öldunga og þeim mun fleirri í hefðbundnum forgjafarflokkum sem orsakar þennan fjölda.

GM Íslandsmeistarar golfklúbba 18 ára og yngri

GM Íslandsmeistarar golfklúbba 18 ára og yngri

30.06.2019

Íslandsmót golfklúbba í unglingaflokkum fór fram dagana 27. - 29. júní. Leikið var í tveimur aldursflokkum, 18 ára og yngri í Þorlákshöfn og 15 ára og yngri í Grindavík.

RÁSTÍMAÁÆTLUN MEISTARAMÓTS 2019

RÁSTÍMAÁÆTLUN MEISTARAMÓTS 2019

20.06.2019

Búið er að gefa út drög að rástímaáætlun fyrir Meistaramót GM 2019, en hana má sjá hér.

Skráningafrestur í Meistaramót rennur út föstudaginn 28. júní, skráning fer fram hér.