Mosfellsbær, Ísland

AÐALFUNDARBOÐ 2018

03.12.2018
AÐALFUNDARBOÐ 2018

Aðalfundi GM árið 2018 hefur verið frestað, sjá nánar: https://www.golfmos.is/umgm/Frettir/Frettir/Frestun-adalfundar-GM/

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar rekstrarárið 2017 – 2018 verður haldinn mánudaginn 17. desember 2018 kl. 20:00 í hátíðarsal Golfklúbbs Mosfellsbæjar í Kletti.

Dagskrá aðalfundar

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins.
  • Áritaðir reikningar kynntir.
  • Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Lagabreytingar.
  • Rekstraráætlun komandi starfsárs kynnt.
  • Ákvörðun félagsgjalda.
  • Kosning stjórnar, formanns og tveggja skoðunarmanna reikninga.
  • Kosning aganefndar og kjörnefndar.
  • Önnur mál.

Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða. Farið verður yfir rekstrarreikninga klúbbsins á starfsárinu 2017 - 2018 ásamt skýrslu stjórnar um starfsemi ársins. Ekki eru lagðar til neinar lagabreytingar að þessu sinni.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.

Mosfellsbær mánudaginn 3. desember 2018

Stjórn Golfklúbbs Mosfellsbæjar