Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

ÆFINGASVÆÐI VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ

10.11.2017
ÆFINGASVÆÐI VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við nýtt æfingasvæði við Íþróttamiðstöð GM á Hlíðavelli. Edwin Roald hefur teiknað drög af æfingasvæði og æfingaflötum en óhætt er að segja að það lítur spennandi út. Verkefnið er stórt og mun vinnast að einhverju leiti í áföngum. Þó er stefnt að því að framkvæmdum verði að mestu lokið fyrir Íslandsmót í golfi sem fram fer á Hlíðavelli árið 2020.

Rík áhersla er lögð á gott æfingasvæði fyrir pútt, vipp og styttri högg. Einnig er lagt upp með að hægt verði að slá lengri högg af grasi bróðurpart sumarsins. Áætlað er að stór grasteigur verði á báðum endum æfingasvæðisins og mun æfingasvæðið bjóða upp á mikla fjölbreytni fyrir æfingar.

Stefnt er að því að framvæmdir hefjist snemma sumars 2018.