05.05.2023
Ágætu GM félagar.
Æfingasvæðið á Hlíðavelli opnar á morgun laugardaginn 6. maí.
Boltavélin er full af boltum og það er búið að slá og opna inn á púttflatirnar. Það er bannað að slá af grasinu en að sjálfsögðu ekkert mál að nota gervigrasið okkar.
Við minnum á að það þarf að endurnýja inneignina inn á lyklunum frá því í fyrra. Við verðum í afgreiðslunni hjá okkur á morgun og sunnudaginn milli kl. 09:00 og 16:00 og endurnýjum fyrir ykkur :)
Við tilkynnum svo vonandi nánari opnunardaga á golfvöllunum okkar strax eftir helgi.