Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

07.12.2023
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram síðastliðinn mánudag og var virkilega góð mæting á fundinn, eða rétt tæplega 70 klúbbfélagar. Hægt er að sjá fundargerð aðalfundarins með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

fundargerð aðalfundar (1).pdf

Stjórn GM er þannig skipuð:

Formaður - Kári Tryggvason

Írunn Ketilsdóttir

Guðjón Karl Þórisson

Siggeir Kolbeinsson

Steinþór Pálsson

Andrea Jónsdóttir

Arna Rún Kristjánsdóttir.

Siggeir, Írunn og Guðjón Karl voru kosin til tveggja ára.


Varastjórn GM er þannig skipuð:

Arnór Daði Rafnsson

Björn Óskar Guðjónsson

Einar Már Hjartarson

Elín Gróa Karlsdóttir

Árgjöld fyrir árið 2024voru samþykkt í gær og nú er hægt að ganga frá þeim í gegnum sportabler.

Smellið hér til þess að fá upplýsingar um árgjöldin og til þess að komast inn í sportabler.

Þau ykkar sem ætlið ykkur ekki að vera áfram meðlimir í GM eruð vinsamlegast beðin um að hafa samband við skrifstofu GM í gengum golfmos@golfmos.is eða í síma 5666999 og tilkynna úrsögn. Sé það ekki gert þá gerum við ráð fyrir því að þið ætlið ykkur að vera meðlimir áfram.

Ef gengið er frá fyrir 22. desember er hægt að skipta greiðslum í allt að 11. skipti. Ef ekkert er gert fyrir þann tíma, þá munum við líkt og áður senda árgjöldin út í kjölfarið og skipta þeim í fjórar greiðslur, fyrsti gjalddagi 2. janúar, 2024.

Í lok fundar voru kylfingar ársins valdir og það eru þau Berglind Erla Baldursdóttir og Kristján Þór Einarsson.

Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem mættu á fundinn og þeim sem buðu sig fram í stjórnar og nefndarstörf fyrir klúbbinn kærlega fyrir.