Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Árshátið GM haldin síðastliðinn laugardag

13.02.2024
Árshátið GM haldin síðastliðinn laugardag

Árhátið Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram síðastliðinn laugardag.

Það voru rétt tæplega 110 manns sem mættu og skemmtu sér vel.

Veitt voru verðlaun fyrir innanfélagsmót sumarsins.

Á myndinni hér að neðan eru liðsmenn Team Family sem vörðu titilinn sinn í Viking deildinni og óskum við þeim til hamingju með það :)

VITAgolf mótaröðini sigruðu þau Harpa Sigurbjörnsdóttir og Geir Jón Geirsson.

Hér má sjá Hörpu ásamt Kára formanni. Harpa mun skella sér í sólina í haust með 70 hressum GM félögum :)

Titleist holukeppnina sigruðu þau Lena Ýr Sveinbjarnardóttir og Björgvin Franz Björgvinsson, þau gátu því miður ekki mætt.


Einnig voru veitt verðlaun fyrir félagsmann ársins, sem að þessu sinni er Arnór Daði Rafnsson.

Arnór Daði er 21 árs gamall og hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar frá því að hann var krakki.

Arnór er einn af okkar allra efnilegustu kylfingum og forgjöfin hans verður ávallt lægri og lægri.

Arnór hefur marga góða kosti, hann er flott fyrirmynd fyrir ungu krakkana okkar. Hann hefur starfað við golfskólann okkar mörg undanfarin ár og staðið sig alveg frábærlega þar. Hann leggur sig fram við að upplifun krakkana sé sú allra besta og er ávallt boðinn og búinn til þess að aðstoða þegar þörf er á. Hann mætir snemma og sér til þess að allt sé upp á 10 og er síðastur að fara.

Hans helsti kostur er þó hversu góður drengur hann er og er hann frábær fulltrúi Golfklúbbs Mosfellsbæjar hvar sem hann kemur. Árangur hans í golfinu hefur verið góður og hann styður alveg einstaklega vel við bakið á sínum félögum í GM og er ávallt boðinn og búinn ef hann getur á einhvern hátt lagt sitt af mörkum fyrir sína liðsfélaga í GM eða fyrir klúbbinn sjálfan.

Það er okkur sannur heiður að veita Arnóri þessa viðurkenningu sem félagsmaður ársins, hann er virkilega vel að henni kominn.

Við óskum honum innilega til hamingju og vitum að hann á eftir að vera flottur og öflugur fulltrúi Golfklúbb Mosfellsbæjar áfram.

Einnig óskum við öllum verðlaunahöfunum innilega til hamingju með sinn árangur og þökkum öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna :)