Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Árshátíð Golfklúbbs Mosfellsbæjar

25.01.2023
Árshátíð Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Árshátíð Golfklúbbs Mosfellsbæjar!


Kæru GM félagar, nú er loksins komið að því að halda árshátíð Golfklúbbs Mosfellsbæjar eftir langa bið :)

Árshátíðin verður haldin laugardaginn 11. febrúar næstkomandi og við lofum ykkur frábærri stemmningu og miklu stuði :)


Snillingarnir okkar á Blik Bistro hafa sett saman glæsilegan matseðil fyrir kvöldið.

Forréttaplatti..

Fordrykkur að hætti hússins.

-Peking andavorrúllur með hoysin sósu
-Risarækjur tempura með chilli mayjo
-Parmaskinka og Tindur
-Blómkáls hot wings
-Kjúklingaspjót satay

Aðalréttur
Nautalund með ristuðu rótargrænmeti, hvítlauks kartöflum og rauðvíns sósu.

Eftirréttur.
Brownie bitar með karamellu
Makkarónur
Kókostoppar
Vanillubollur

Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst úpp úr 19:00.

Glæsileg tilboð á barnum allt kvöldið!

Veitt verða ýmis verðlaun á árshátíðinni, m.a. félagsmaður ársins. Sigurvegarar í VITAmótaröðinni, Stellu deildinni og holukeppninni verða krýndir

Hljómsveitn Rán leikur fyrir dansi fram á rauða nótt!

Verðið er 9.900 krónur á mann og miðasala fer fram á síðunni hér fyrir neðan:

https://boka.golfmos.is/arshatid-golfklubbs-mosfellsbaejar/