Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Bændaglíman 2023

04.09.2023
Bændaglíman 2023

Skemmtilegasta golfmót ársins, Bændaglima GM, fer fram laugardaginn 16. september á Hlíðavelli. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 13:00 en mæting er í Klett klukkan 12:00. Aðeins 100 kylfingar komast í mótið og ljóst að völlurinn verður þétt setinn af glöðum GM kylfingum eins og undanfarin ár.

Skráning opnar á morgun, þriðjudaginn 5. september kl. 12:00. Fyrstu 100 til að skrá sig fá þátttökurétt, en endilega skrá ykkur þó það séu komnir 100 þar sem þeir kylfingar fara á biðlista.

Skráning fer fram á golfboxinu, hægt er að smella á hlekkinn hér að neðan til þess að skrá sig.

Skráning í Bændaglímu

Leikfyrirkomulag
Keppendum í Bændaglímu GM er skipt upp í tvö lið. Leikin er holukeppni með texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir og tveir mætast. Leiknir eru 2 leikir á sitthvorum 9 holunum og fæst einn punktur fyrir hvorn leik. Takist kylfingum að vinna báða sína leiki bætist við aukapunktur. Sá bóndi vinnur sem hlýtur fleiri punkta.

Eftir að móti lýkur verður grillveisla og verðlaunaafhending í Kletti.