Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Berglind skrifar undir hjá Fresno

18.03.2024
Berglind skrifar undir hjá Fresno

Berglind Erla Baldursdóttir landsliðskylfingur úr GM skrifaði nýlega undir hjá Fresno State háskólanum í Kaliforníufylki. Hún mun leika golf fyrir lið skólans á skólastyrk og byrjar nám í haust. Liðið leikur í NCAA 1. deild.

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrir Fresno á árunum 2013-2016 með góðum árangri og hefur síðan farið í atvinnumennsku í golfi.

Við óskum Berglindi innilega til hamingju og góðs gengis í þessu spennandi verkefni.