Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Eiríka og Eva Íslandsmeistarar í holukeppni unglinga

04.09.2023
Eiríka og Eva Íslandsmeistarar í holukeppni unglinga

Íslandsmótið í holukeppni í unglingaflokkum fór fram um helgina á Grafarholtsvelli í skrautlegu veðri.

Eiríka Malaika Stefánsdóttir keppti í flokki 12 ára og yngri stúlkna og vann mótið. Eiríka er búin að eiga stórkostlegt sumar en hún er búin að taka þátt í fimm mótum á unglingamótaröðinni og vinna þau öll. Einnig var hún þá krýnd stigameistari mótaraðarinnar.

Eva Kristinsdóttir keppti í flokki 15-16 ára stúlkna og stóð einnig uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Auði Bergrúnu Snorradóttur, einnig úr GM. Í þriðja sæti var Pamela Ósk Hjaltadóttir og því voru allar 3 á verðlaunapalli frá GM. Pamela Ósk endaði efst á stigalistanum og var Auður önnur og Eva þriðja.

Í flokki 17-21 árs var Sara Kristinsdóttir í 3. sæti eftir viðureign við Elsu Maren úr GL. Sara endaði í öðru sæti á stigalistanum á eftir Elsu sem var efst.