Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Eva í 2. sæti á West Cliffs

29.11.2023
Eva í 2. sæti á West Cliffs

Eva Kristinsdóttir lauk leik í 2. sæti eftir flotta spilamennsku á West Cliffs vellinum í Portúgal. Mótið, sem hét GJG Portuguese Junior Classics, var annað mótið í röð sem leikið var í Portúgal á Global Jr. mótaröðinni en Eva endaði í 3. sæti í fyrra mótinu.


West Cliffs golfvöllurinn í Portúgal

Eva lék hringina þrjá á 78-75-73 eða 10 höggum yfir pari, 7 höggum á eftir sigurvegaranum. Eva fékk alls 10 fugla í mótinu en á móti 9 skolla, 3 tvöfalda skolla og 1 fjórfaldan skolla.

Hér má sjá úrslit mótsins.

Eftir mótið er Eva í 689. sæti á heimslista áhugamanna og þriðja efst af íslensku áhugamannakylfingunum.

Við óskum Evu innilega til hamingju með flott tvö mót í Portúgal og golftímabil.