Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Félagsferð GM til Islantilla næstkomandi haust

20.02.2024
Félagsferð GM til Islantilla næstkomandi haust

Golfklúbbur Mosfellsbæjar í samstarfi við Icelandair VITA bjóða upp á glæsilega golfferð til Islantilla 18. til 28. október næstkomandi.

Við fórum til Valle del Este í október síðastliðnum og var sú ferð í alla staði alveg frábær. Það seldist upp í þá ferð og því um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. Islantilla er glæsilegt golfsvæði með 27 holum.

Í þessum hlekk hér að neðan má finna allar upplýsingar um ferðina ásamt bókunarupplýsingum;

félagsferð gm til islantilla á spáni 18-28.okt 2024.pdf

Við eigum bókuð 72 sæti í þessa ferð og við lofum stuði og stemmningu :)

Síðustu GM ferðir hafa tekist virkilega vel og við ætlum að halda áfram að skemmta okkur saman og búa til góðar minningar!

Allar upplýsingar varðandi ferðina er hægt að fá hjá VITAgolf í sima 5704457 eða á golf@vita.is.

Islantilla golfsvæðið